Verkfærakista fyrir leiðbeinendur doktorsnema

verkfaerakista-leidbein-doktorsnema

Hvað er skilvirkur leiðbeinandi? Hvert er hlutverk leiðbeinandans? Hvert er hlutverk doktorsnemans? Hvernig er gott samband leiðbeinanda við doktorsnema skilgreint? Hvernig ræðir leiðbeinandi við doktorsnema sinn um viðkvæm málefni eins og frestunaráráttu?

Haustið 2020 bjóða Kennslumiðstöð og Miðstöð framhaldsnáms aftur upp á vinnustofur sem hjálpa leiðbeinendum úr öllum fræðigreinum að svara þessum spurningum. Ásta Bryndís Schram, lektor í námssálarfræði og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið og Kennslumiðstöð, annast vinnustofurnar og býður til sín reyndum leiðbeinendum sem segja frá vinnubrögðum sínum í leiðbeiningu. Annars byggjast vinnustofurnar á umræðum og verkefnavinnu.

Öllum fræðimönnum, hvort sem þeir eru nýútskrifaðir doktorar eða þaulreyndir akademískir starfsmenn með marga útskrifaða doktorsnema, er velkomið að taka þátt og deila reynslu sinni af einu mikilvægasta og djúpstæðasta sambandi kennara og nema sem til er á háskólastigi. Þátttakendur taka stutt rafrænt námskeið áður en þeir mæta í vinnustofurnar. Kennt verður bæði á íslensku og ensku og boðið verður upp á veitingar.

Þátttakendur geta fengið þátttökustaðfestingarskírteini.

Leiðbeinandanámskeið 1: Reglur og viðmið um doktorsnám (netnámskeið)

Námskeiðið opnast 15.okt. 2020 og verður hlekkur sendur á skráða þátttakendur.

Upplýsingar og skráning

Sjálfstætt netnámskeið á vegum Miðstöðvar framhaldsnáms, Kennslumiðstöðvar HÍ, og sviðanna.

Námskeiðið opnast 15.okt. 2020 og verður hlekkur sendur á skráða þátttakendur.

Þessu námskeiði má ljúka þegar hentar viðkomandi en þarf að vera lokið til að fá aðgang að námskeiði 2, vinnustofu.

Markmið rafræna námskeiðsins er að leiðbeinendur kynnist þeim kröfum og viðmiðum sem HÍ setur fyrir doktorsnema og doktorsvarnir, ásamt hlutverki og skyldum leiðbeinanda og nema.


Hæfniviðmið: 

Að námskeiði loknu getur leiðbeinandi:

 • gert grein fyrir helstu almennu reglum háskólaráðs um doktorsnám og um vörn doktorsritgerða, s.s. varðandi styrkjakerfi, höfundarétt og eignarétt, og siðfræði vísinda
 • skilgreint helstu viðmið og kröfur Háskóla Íslands um gæði doktorsnáms,  þar á meðal almenn, fagleg og efnisleg viðmið sinnar deildar
 • nýtt sér helstu reglur ráðuneytis og Háskóla Íslands í  hagnýtum/stjórnsýslulegum samskiptum stofnunar, nemanda og leiðbeinanda
 • útskýrt hlutverk Miðstöðvar framhaldsnáms vegna doktorsnáms
 • lýst ferli kvartana og kærumála sem upp geta komið vegna doktorsnema

Leiðbeinandanámskeið 2: Vinnustofa um hlutverk og samskipti leiðbeinanda og doktorsnema

Kennari:
Ásta Bryndís Schram (HVS og Kennslumiðstöð)

Forkröfur:
Reiknað er með að þátttakendur hafi lokið námskeiði 1: Reglur og viðmið um doktorsnám, sem er sjálfstætt netnám.

Næstu námskeið:
Tími: 10. nóv. 2020, kl. 13-16
Staðsetning: Setberg, Suðurberg #305

Upplýsingar og skráning fyrir námskeiðið 10. nóvemer  sem fer fram á íslensku 

 

Markmið og námskeiðslýsing
Markmið þessa stutta námskeiðs er að þátttakendur öðlist dýpri innsýn inn í nokkra mikilvæga þætti sem snúa að leiðbeiningu doktorsnema og geti þannig eflst í starfi. Námskeiðið er í vinnustofuformi og fá þátttakendur tækifæri til að ræða ýmsar hliðar þessa hlutverks, s.s. hlutverk, skyldur og ábyrgð hvors aðila fyrir sig og ýmsar áskoranir sem starfinu fylgja, s.s. ólíkar væntingar leiðbeinanda og doktorsnema og erfið samskipti. Reyndir leiðbeinendur flytja stutt innleggserindi sem fylgt er eftir með umræðum og æfingum.

Þar sem námskeiðið sjálft er með styttra móti verður ekki tími til að fara yfir reglur og leiðbeiningar HÍ og hvers sviðs um doktorsnám. Því er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi lokið rafrænu prófi úr reglum og leiðbeiningum síns sviðs og Miðstöðvar framhaldsnáms, áður en þeir mæta á námskeiðið. Auk þess þurfa þátttakendur að hafa kynnt sér ákveðið námsefni fyrir námskeiðið (Lee, 2008 og/eða Halse, 2011). Með þessu móti nýtist námskeiðstíminn betur til umræðu og verklegra æfinga.

Hæfniviðmið:

Að námskeiði loknu getur leiðbeinandi:

 • skilgreint hlutverk, skyldur og ábyrgð nemenda
 • skilgreint hlutverk, skyldur og ábyrgð leiðbeinanda
 • lýst þeim eiginleikum sem einkenna góðan leiðbeinanda í huga nemandans skv. rannsóknum
 • útskýrt hvernig best sé að setja mörk, t.d. tímamörk, vegna leiðbeiningar
 • gert grein fyrir því hvernig traust myndast milli leiðbeinanda og nemanda
 • beitt aðferðum til að leysa ágreining

 

Supervisor Course 2: Roles and Interactions of Supervisors and Doctoral Students

Prerequisite: Course 1
Dates: Nov. 12, 2020
Time: 13.00-16.00

Location: Setberg, Suðurberg room #305

Registration
Information and registration for the course starting November 12, in English

Description and Objectives
The objective of this short course is to enable participants to gain a deeper insight into several important elements of doctoral student supervision.  The roles and responsibilities of supervisors and PhD students will be discussed.  The course will be conducted as a workshop and participants will have the opportunity to discuss various aspects of the supervisor-student relationship and the challenges that doctoral supervision involves.  Alongside group discussions and exercices, experienced supervisors will give short presentations.  Participants will discuss typical challenges that supervisors deal with, such as the differing expectations of supervisors and students, communication issues and relationships with co-supervisors.

Due to the brevity of the course there will not be time to discuss the regulations for PhD studies of the University or its individual Schools.  Thus participants should have completed the prerequisite online Course 1 on the rules and regulations of the Graduate School and their individual School before taking this course.  Participants are also required to read material (Lee, 2008 or Halse, 2011) ahead of the course.  In this way, course time will be used more constructively for discussion and practical exercises.

Learning Outcomes:
At the end of the course supervisors will:

 • Have a clearer understanding of the role and duties of PhD students
 • Have a clearer understanding the role and duties of PhD advisors
 • Have deeper insight into student perceptions (as presented by research) of what makes for a good advisor
 • Be able to explain how to set boundaries, particularly with regard to time, in PhD advising
 • Be able to identify different ways of building trust between PhD advisors and students
 • Be able to use various techniques to resolve conflicts

Leiðbeinendanámskeið 3: Áskoranir í samstarfi leiðbeinanda og doktorsnema, s.s. frestunarárátta

Kennari:
Ásta Bryndís Schram (HVS og Kennslumiðstöð)

Næsta námskeið:
á vorönn 2021 en ekki búið að ákveða nákvæmlega hvenær það verður. Verður send út tilkynning í janúar 2021.

Staðsetning:
Ekki búið að ákveða það.

Markmið og námskeiðslýsing
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist leiðum til að taka á ýmsum áskorunum í samskiptum við doktorsnema, s.s. frestunaráráttu. Námskeiðið er í vinnustofuformi. Meðal annars verða skoðuð ákveðin tilfelli á myndböndum og fá þátttakendur tækifæri til að ræða  viðbrögð við þeim. Lögð er áhersla á grundvöll góðra samskipta og uppbyggingu trausts.

Supervisor Course 3: And Other Challenges in the Doctoral Supervisor-Student Relationship

Instructor
Ásta Bryndís Schram (The Centre of Teaching and Learning)

Next course:
in spring 2021

Description and Objectives
The objective of this short course is to enable participants to learn about different ways in which to deal with various challenges in their dealings with doctoral students, including procrastination. Conducted as a workshop, the course will include videos of particular cases of supervision which participants will react to in groups.  Special attention will be paid to the fundamentals of good interactions and the establishment of trust.