Verkfærakista fyrir leiðbeinendur doktorsnema

verkfaerakista-leidbein-doktorsnema

Hvað er skilvirkur leiðbeinandi? Hvert er hlutverk leiðbeinandans? Hvert er hlutverk doktorsnemans? Hvernig er gott samband leiðbeinanda við doktorsnema skilgreint? Hvernig ræðir leiðbeinandi við doktorsnema sinn um viðkvæm málefni eins og frestunaráráttu?

Haustið 2020 bjóða Kennslumiðstöð og Miðstöð framhaldsnáms aftur upp á vinnustofur sem hjálpa leiðbeinendum úr öllum fræðigreinum að svara þessum spurningum. Ásta Bryndís Schram, lektor í námssálarfræði og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið og Kennslumiðstöð, annast vinnustofurnar og býður til sín reyndum leiðbeinendum sem segja frá vinnubrögðum sínum í leiðbeiningu. Annars byggjast vinnustofurnar á umræðum og verkefnavinnu.

Öllum fræðimönnum, hvort sem þeir eru nýútskrifaðir doktorar eða þaulreyndir akademískir starfsmenn með marga útskrifaða doktorsnema, er velkomið að taka þátt og deila reynslu sinni af einu mikilvægasta og djúpstæðasta sambandi kennara og nema sem til er á háskólastigi. Þátttakendur taka stutt rafrænt námskeið áður en þeir mæta í vinnustofurnar. Kennt verður bæði á íslensku og ensku og boðið verður upp á veitingar.

Þátttakendur geta fengið þátttökustaðfestingarskírteini.

Leiðbeinandanámskeið 1: Reglur og viðmið um doktorsnám (netnámskeið)

Námskeiðið opnast 15.okt. 2020 og verður hlekkur sendur á skráða þátttakendur.

Upplýsingar og skráning

Leiðbeinandanámskeið 2: Vinnustofa um hlutverk og samskipti leiðbeinanda og doktorsnema

Kennari:
Ásta Bryndís Schram (HVS og Kennslumiðstöð)

Forkröfur:
Reiknað er með að þátttakendur hafi lokið námskeiði 1: Reglur og viðmið um doktorsnám, sem er sjálfstætt netnám.

Næstu námskeið:
Á íslensku - 10. nóv. 2020, kl. 13-16 
In English, Nóv. 12, 2020, 1-4 pm.

Staðsetning:
Setberg 305

Upplýsingar og skráning fyrir námskeiðið 10. nóvemer  sem fer fram á íslensku 

Information and registration for the course starting November 12, in English

Leiðbeinendanámskeið 3: Áskoranir í samstarfi leiðbeinanda og doktorsnema, s.s. frestunarárátta

Kennari:
Ásta Bryndís Schram (HVS og Kennslumiðstöð)

Næsta námskeið:
á vorönn 2021 en ekki búið að ákveða nákvæmlega hvenær það verður. Verður send út tilkynning í janúar 2021.

Staðsetning:
Ekki búið að ákveða það.