Turnitin vinnustofa

Boðið er upp á opnar vinnustofur í Turnitin Feedback Studio þar sem kennarar geta komið og unnið í uppsetningu á Turnitin innan Canvas.

Í þessum vinnustofum er hægt að ræða um mismunandi viðbætur Turnitin við Canvas og hvað sé best að nota. Fara yfir stillingar á verkefnum og ef á að gefa endurgjöf með Feedback Studio (eingöngu hægt með viðbótinni External tool (LTI)), setja inn matskvarða, búa til hraðathugasemdabanka og fleira. Skoða hvernig best er að lesa úr samsvörunum og fleira.

Vinnustofur fara annaðhvort fram í Setbergi eða á Internetinu (Teams eða Zoom). Hægt er að fá upplýsingar um þær vinnustofur sem er kominn tími á í Næstu viðburðir.

Það er einnig hægt að hafa samband við Sigurbjörgu og biðja um vinnustofu.

Umsjón:
Sigurbjörg Jóhannesdóttir, verkefnastjóri hjá Kennslumiðstöð Háskóla Íslands og admin fyrir HÍ-aðgang Turnitin