Kynningardagur fyrir nýja kennara við Háskóla Íslands er alltaf haldinn seint í ágúst á hverju ári.
Fyrir hvern?
Kynningardagurinn er fyrir nýja kennara við Háskóla Íslands.
Félagsvísindasvið HÍ er með sérstakan kynningardag fyrir nýliða sína og því er óþarfi fyrir þá að mæta á þessa kynningu.
Umsjón:
Kennslumiðstöð Háskóla Íslands sér um þessa kynningu í samvinnu við Fræðasviðin.
Tími og staður:
Kynningin fer fram í Setbergi, Húsi kennslunnar og er oftast kl. 9-14. Þegar komin er dagsetning senda fræðasviðin tölvupóst til nýrra kennara á sínum fræðasviðum og skráning fer fram á vef Kennslumiðstöðvar.
Hæfniviðmið:
Að kynningardegi loknum:
- geta þátttakendur leitað til réttra aðila innan háskólans varðandi kennslutengd málefni
- geta þátttakendur sett upp Moodle- eða Uglunámsumsjónakerfi
- geta þátttakendur notað ýmsar kennsluaðferðir til þátttöku nemenda í námi sínu
- þekkja þátttakendur aftur a.m.k. einn starfsmann fræðasviðs síns og geta leitað til hans um aðstoð