Umsóknarfrestur til 15. apríl

Vakin er athygli á námsleiðinni Kennslufræði háskóla sem er 30 eininga viðbótadiplóma fyrir háskólakennara og doktorsnemendur sem hafa umsjón með námskeiði.

Opið er fyrir rafræna umsókn í nám í háskólakennslufræði á vef Háskóla Íslands. Umsóknafrestur er til 15. apríl. Frekari upplýsingar er að finna í kennsluskrá Háskóla Íslands eða hjá starfsfólki Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands í síma 525 4447.

Námsleið um háskólakennslu var stofnuð á Menntavísindasviði Háskóla Íslands árið 2010 í samstarfi við Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Námsleiðin samanstendur af fjórum tíu og fimm eininga námskeiðum:
STM105F Inngangur að kennslufræði á háskólastigi (10e)
STM208F Skipulag og endurskoðun námskeiða (5e)
STM209F Námsmat og endurgjöf (5e)

KEN004F Kennsluþróun og starfendarannsóknir (10e)
Námið tekur yfir tvö ár og lýkur með diplómu. Hægt er að taka hluta diplómunnar, eitt námskeið eða fleiri, eftir því hvað hentar hverjum og einum. Námskeið í háskólakennslufræði veita ekki sérstök réttindi til háskólakennslu.

Háskóli Íslands styður við fastráðna kennara sem sækja námsleiðina með því að veita þeim styrk frá Kennslumálasjóði fyrir skrásetningargjaldi við skólann. Að auki er gert ráð fyrir því að veittur sé 40 kennslustunda kennsluafsláttur til fastráðinna kennara við HÍ þegar þeir ljúka fyrsta námskeiðinu, STM105F Inngang að kennslufræði á háskólastigi. Námskeiðið er kennt á haustmisseri (ágúst – desember) og er sambærilegt námskeiðum fyrir háskólakennara sem kennd eru í nágrannalöndum okkar og veitir háskólakennurum góðan stuðning við kennslu. Námskeiðið hefst miðvikudaginn 19. ágúst 2020 og er kennt hálfsmánaðarlega eftir það á miðvikudögum kl. 13:00-16:00 út nóvember. Að baki 10 eininga námskeiði eru 250 vinnustundir. Fastráðnir kennarar við HÍ þurfa samþykki fræðasviðsforseta fyrir umsókninni (vegna væntanlegs kennsluafsláttar) og mun Kennslumiðstöð HÍ sjá um að óska eftir því fyrir hönd þeirra.

Kennarar sem lagt hafa stund á nám í háskólakennslufræði segja það nýtast vel til faglegrar nálgunar í kennslu auk þess sem stuðningurinn sem þeir fá frá öðrum þátttakendum námsins sé ómetanlegur.