Kennslufræði Háskóla

Umsóknarfrestur til 15. apríl 2020

Námsleið um háskólakennslu var stofnuð á Menntavísindasviði Háskóla Íslands árið 2010 í samstarfi við Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. Skipulag námskeiðanna og kennsluhættir byggja á hugmyndum um fræðimennsku í kennslu og taka mið af sambærilegum erlendum námsleiðum.

Meginmarkmið námsins er að efla hæfni háskólakennara til að skipuleggja nám og kennslu á faglegan hátt. Lögð er áhersla á að viðfangsefni séu hagnýt og tengd kennslu þátttakenda. Þátttakendur fá tækifæri til að ræða reynslu sína af kennslu og skoða og leggja mat á kennslu jafningja. Frekari upplýsingar um Kennslufræði háskóla má finna í Kennsluskrá Háskóla Íslands.

Kennarar sem lagt hafa stund á nám í háskólakennslufræði segja það nýtast vel til faglegrar nálgunar í kennslu auk þess sem stuðningurinn sem þeir fá frá öðrum þátttakendum námsins sé ómetanlegur. Töluverður fjöldi kennara hefur farið í gegnum námið og merkja má jákvæðar breytingar í kennslu í deildum og á fræðasviðum þeirra.