ABC vinnustofa

ABC vinnustofa byggir á aðferð ABC fræðsluhönnunar frá University College í London. Henni er ætlað að styðja háskólakennara og flýta fyrir grunnhönnun námskeiða og endurskoðunar skipulags og kennsluhátta í fyrirliggjandi námskeiðum.

Þessi aðferð hefur verið notuð í háskólum víðs vegar. Kennslumiðstöð Háskóla Íslands hélt fyrst slíka vinnustofu á haustmisseri 2019, þá vitaskuld í raunheimum, en gerir nú tilraun með að halda sambærilegar vinnustofur í netheimum. Hefðbundin ABC vinnustofa er 90 mínútna löng þar sem háskólakennarar vinna saman í litlum hópum við að búa til sjónrænt söguborð e. (storybord) yfir námskeið sín og þá kennsluhætti sem þeir telja vænlegasta til að ná hæfniviðmiðum námskeiða.

Cllive Young segir frá skipulagi ABC vinnustofu.

Undirbúningur fyrir þátttöku í vinnustofu

Vegna aðstæðna í samfélaginu eru margir háskólakennarar að velta fyrir sér nýjum leiðum í kennslu. Sömu samfélagsaðstæður gera okkur erfitt um vik við halda hefðbundar vinnustofur og því höfum við skipulagt vinnustofu sem felur annars vegar í sér ákveðinn undirbúning og svo samveru á Internetinu (í Teams eða Zoom) þar sem er unnið í hópum.

Áður en að sjálfri vinnustofunni kemur þarftu að vinna örlítið með námskeiðið þitt. Það ætti ekki að taka langan tíma.

Byrjaðu á því að ná í Powerpoint skjalið Namshonnun_ABC_vinnustofa.pptx og opnaðu það.

1. Áður en þú byrjar, veldu eitt námskeið til að hanna og skoðaðu það

Fyrsta skref í hönnun námskeiða er að skoða námskeiðið eins og það var skipulagt síðast eða hugleiða skipulag þess ef það er nýtt af nálinni.

  1. Skoðaðu hæfniviðmiðin. Ef þau eru vel skilgreind þá ættu þau að veita leiðsögn um þá hæfni sem að nemendur eiga að búa yfir við lok námskeiðs. Stundum er gott að fylla út vinnuskjal (docx) til að átta sig betur á tengslum hæfniviðmiða, kennsluaðferða og námsmats. Góð aðferð er til dæmis að taka hvert og eitt hæfniviðmið. Ákveða hvaða tegund af kennslu/námstegund henti því hæfniviðmiði og hvernig best sé að haga námsmati til að meta hvort því hæfniviðmiði sé náð.
  2. Ef þú hefur kennt námskeiðið áður gætirðu skoðað niðurstöður miðmisseriskönnunar og kennslukönnunar og velt fyrir þér hvað gekk vel og hvað hefði hugsanlega mátt betur fara.
  3. Þín kennslusýn ræður að sjálfsögðu för við skipulag námskeiðs en það er gott að hafa í huga að í stefnu Háskóla Íslands um gæði náms og kennslu 2018-2021 er lögð áhersla á að nemendur séu virkir þátttakendur í námi og myndi sterkt námssamfélag sín á milli. Þá bendum við jafnframt á gátlistann Jafnrétti í kennslu þar sem er að finna góðar ábendingar um kennsluhætti. Á vefsíðu Kennslumiðstöðvar eru tenglar á kennslustefnur fræðasviða og deilda, sem eru til.

2. Búðu til tíst sem lýsir námskeiðinu þínu

Skrifaðu stutta lýsingu á námskeiðinu þínu í einni setningu sem þú gætir tístað á Twitter og settu inn á glæru 4 í Powerpoint skjalið Namshonnun_ABC_vinnustofa.pptx. Hugmyndin er að í þessari setningu náir þú að lýsa kjarnanum í námskeiðinu þínu. Ímyndaðu þér að þú sért að reyna að ná til nemenda þinna og mátt auglýsa námskeiðið þitt með þessari einu setningu.

Dæmi:

LIF132g Inngangur að líffræði – Frá Darwin til DNA #líffræði

UPP215f Internetið og upplýsingaleitir - Frá byrjun internetsins til samfélagsmiðla nútímans ásamt almennum og fræðilegum upplýsingaleitum. #upplýsingafræði, #internetið, #samfélagsmiðlar, #upplýsingaleitir.

ENS202G How Language Works 2 - How to build a sentence in English. #linguistics #english

3. Skoðaðu núverandi samsetningu kennsluhátta og námstegunda í námskeiðinu þínu

Í ABC vinnustofunni er byggt á hugmyndum Diönu Laurillard um sex tegundir náms. Laurillard, sem er prófessor í kennslufræðum tengdum stafrænni kennslu hefur skrifað talsvert um þessar hugmyndir sínar og kynnir þær í stuttu myndbandi, sem er á ensku nema titillinn á því sem er ítalskur.

Þessar sex námstegundir eru afrakstur af rannsóknarverkefni um stuðningsefni fyrir námshönnun (e. Learning Design Support Environment Research Project ). Verkefni sem gaf af sér námshönnunartól fyrir kennara (e. learning designer online tool).

Námstegundirnar sex eru:

  • Tileinkun (e. acquisition)
  • Könnun/rannsókn (e. inquiry/investigation)
  • Umræður (e. discussion)
  • Æfing (e. practie)
  • Samvinna (e. collaboration)
  • Framleiðsla (e. production)

Í myndbandinu hér fyrir neðan útskýrir Diana Laurillard þessar sex tegundir náms.

Í vinnustofunni kemur þú til með að vinna með sex mismunandi spjöld þar sem hver og ein námstegund á sitt spjald. Spjöldin hafa tvær hliðar, fram- og bakhliðar. Það er frekar erfitt að vinna með þessar hliðar spjaldanna í stafrænu formi og því erum við búin að búa til tvær jpg myndir fyrir hvert spjald. Það sem parar þessi spjöld saman eru litir og heitin á námstegundunum sem eru í titli efst á hverri mynd.

Á framhlið hvers spjalds er lýsing á námstegundinni sem spjaldið er fyrir.

Á bakhliðinni eru dæmi um algengar kennsluaðferðir sem eru notaðar fyrir hverja námstegund. Gert er ráð fyrir að þegar þú ert að vinna með þessi spjöld, að þú bætir við kennsluaðferðum sem þú telur að henti námstegundinni.

Eftir að þú hefur áttað þig á þeim sex námstegundum sem unnið er með í vinnustofunni getur þú prófað að máta námskeiðið þitt við námstegundirnar með forriti sem kallað er Thinking tool.

Opnaðu vefslóðina https://flexiblelearning.auckland.ac.nz/abc/toolkit.html í sérflipa í vafra (því þú þarft að hafa þessa síðu opna í gegnum næstu skref) og byrjaðu á að leggja mat á að hvaða marki námskeiðið er kennt í staðnámi (e. face-to-face) og fjarnámi (e. online) í dag. Þú ferð í línuna Current course blend og dregur og smellir á línuna á milli stað- og fjarnáms þar sem þú metur ca. hvað mikið hlutfall af kennslu námskeiðsins fer fram í staðnámi og hvað mikið í fjarnámi.

Ef þú hefur verið að kenna námskeiðið í 100% fjarnámi getur þú notað face-to face fyrir þann tíma þar sem þú krefst viðveru nemenda í rauntíma í Teams eða Zoom og online fyrir það hlutfall þar sem nemendur ráða sjálfir stað og tíma sem fer í námið.

Flýtiskipun til að opna nýjan flipa í vafra er <ctrl t> í Windows og <cmd t> í MacOS.

Hér er sýnishorn af núverandi hlutfalli milli stað/rauntíma- og fjarnáms. Þegar þú ert búin(n) að merkja blöndunina í þínu námskeiði, skaltu hafa þessa vefsíðu áfram opna.

current-course-blend

Núna skaltu draga upp mynd af núverandi stöðu námskeiðsins út frá þessum sex námstegundum. Athugaðu að ensku hugtökin eru örlítið öðruvísi í Thinking tool en á spjöldunum. Sjá töflu yfir heitin.

Íslenska Enska - Spjöldin
Enska - Thinking tool
Tileinkun Acquisition Content acquisition
Samvinna Collaboration Collaboration
Umræður Discussion Discussion
Könnun/rannsókn inquiry/investigation Inquiry
Æfing Practice Learning through practice
Framleiðsla Production Producing learning artefacts

Þú ferð aftur inn á síðuna sem þú opnaðir áðan með Thinking tool og ferð núna í dálkinn Current. Þar smellir þú á hverja línu fyrir hverja námstegund og þú sérð stöðu námskeiðsins verða til á mynd [rautt form].

Núverandi námstegundir sem námskeiðið samanstendur af

4. Ákveddu hversu mikla viðveru þú vilt hafa í rauntíma á Internetinu 

Ef þú ert að skipuleggja fjarnám þá þarftu að hugsa um hvaða kröfur þú ætlar að gera til nemenda varðandi viðveru í rauntíma á Internetinu (e. asynchronous) í Zoom, Teams eða öðru kerfi. Þú þarft einnig að ákveða hversu mikið af náminu fer fram á þeim stað og og tíma sem nemandinn velur sjálfur (e. synchronous). Ef þú ert ekki alveg viss um hver munurinn er á þessum námsformum þá er góð grein um þetta frá UCL London´s global University sem heitir Planning for autumn term 2020-21. Í þessari grein er góð umræða um kosti og galla hvors námsforms fyrir sig. Þá deilir Jesper Hansen í UCL góðum ráðum úr tilviksrannsókn sinni Six things I learned moving my face-to-face module online.

Þá er komið að því að þú ákveðir hversu mikið af kennslunni á að fara fram í staðkennslu/rauntíma á Internetinu og netnámi nemenda þar sem þeir ráða sjálfir tíma og stað sinnar kennslu. Þú getur valið hér hvort þú ert að nota þetta fyrir hlutfall á milli stað- og fjarkennslu eða ef þú ert að kenna í 100% fjarkennslu, hlutfall á milli viðveru nemenda í rauntíma og netnámi þeirra, þar sem þeir ráða sjálfir hvar og hvenær þeir læra.

Þú ferð aftur inn í Thinking Tool sem þú átt ennþá að hafa opið í vafranum þínum. Núna ferðu í Future course blend og velur hlutfall á línunni á milli face-to-face og online. Þú velur hér hvort f-2-f sé staðnám, staðlotur, viðvera í rauntíma á Netinu og online er þá það netnám þar sem nemendur ráða stað og tíma fyrir námið.

future-and-current-course-blend

5. Skoðaðu hvaða stafrænu kennslu ólíkar námstegundir bjóða upp á

Notaðu námstegundirnar sex til að skoða hvaða möguleika þú hefur til að blanda stafrænni kennslu saman við hefðbundna kennslu og nám. Skoðaðu hvaða stafrænu kennslumöguleika þú hefur út frá hverri námstegund og tólin sem þú getur notað. Veldu úr það sem þú vilt nota.

6. Hvaða námstegundir ætlar þú að nota

Þú ferð aftur inn á síðuna sem þú opnaðir áðan með Thinking tool og ferð núna í dálkinn Future. Þar smellir þú á hverja línu fyrir hverja námstegund og þú sérð nýja hönnun á námskeiðinu verða til á mynd [grænblátt form]. Sjá mynd.

Taktu skjámynd af niðurstöðunni inni og afritaðu myndina inn í glæru 6 í Powerpoint skjalinu Namshonnun_ABC_vinnustofa.pptx

Þú ferð aftur inn á síðuna sem þú opnaðir áðan með Thinking tool og ferð núna í dálkinn Future. Þar smellir þú á hverja línu fyrir hverja námstegund og þú sérð nýja hönnun á námskeiðinu verða til á mynd [grænblátt form]. Sjá mynd.

7. Undirbúðu þig fyrir vinnustofuna

Á vinnustofunni verður unnið með söguborð og spjöld námsmatstegunda og kennsluaðferða, sem eru frá glæru númer 7 í Powerpoint skjalinu okkar Namshonnun_ABC_vinnustofa.pptx

Fyrir vinnustofuna þarftu að vera búin(n) að framkvæma skref eitt til sex sem eru hér fyrir ofan, horfa á myndböndin þar sem ABC vinnuferlið er kynnt og skima/lesa greinar og annað ítarefni sem eru tenglar í af þessari síðu.

Vinnustofan

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands og kennsluþróunarstjórar fræðasviða Háskólans bjóða upp á ABC vinnustofur. Vinnustofurnar eru auglýstar á viðburðasíðu Kennslumiðstöðvar, þegar komnar eru tímasetningar á þær. Kennarar, námsbrautir, deildir og svið geta einnig pantað að fá vinnustofu.

Vinnustofan mun taka um einn og hálfan tíma. Vinnustofurnar sem verða munu nýta sér ólíka miðla. Vinnustofurnar munu sumar nýta sér  í hópvinnusvæði í  Canvas eða fara fram í Teams eða Zoom.

Á vinnustofunni gefst þér tækifæri til að byggja sögusviðs (storyboard) námskeiðs, skoða mögulegar leiðir í kennslu og ræða niðurstöður þínar við félaga þína.

Viðbótar efni

HÍ verkfæri og tól sem gagnast kennurum í kennslu (docx)

Námstegunda spjöldin sem jpg (zip)

Tengsl hæfniviðmiða, kennslu og námsmats (docx)

 

Gögn frá UCL, Clive Young og Natasa Perovic

Additional online activities (pptx)

ABC LD UCL náms tólahjólið (pptx)

ABC LD UCL og Erasmus+ ABC til VLE samstarfsaðila tólahjólið (pptx)

Connected curriculum and learning types (pdf)

ABC námshönnunar-söguborðið til að prenta út og skrifa inn á (ppt) (þe. fyrir skref 3 til 6 sem við notuðum Thinking Tool í).

Kynningarefni um ABC frá Clive Young og Natasa Perovic (pptx)

ABC námshönnunarborðið (pptx)

 

Nokkrar greinar til að lesa

Young, C. and Perović, N. (2016) Rapid and Creative Course Design: As Easy as ABC? Procedia – Social and Behavioral Sciences, 228, 390-395

Hasenknopf, B., Michou, V., Milani, M., Perović, N. and Young, C. (2019). Sharing the ABC approach to learning design across three European Universities. European University Association (EUA), 2019 European Learning & Teaching Forum, Warsaw. ISSN: 2593-7448

Young, C.P.L. and Perović, N. (2020). ABC LD – A new toolkit for rapid learning design. European Distance Education Network (EDEN) Conference 2020, Timisoara, Romania.

Að lokinni vinnustofu

Markmið með ABC vinnustofum er að veita kennurum stuðning við að endurhugsa námskeið sín með aðstoð hugmynda Laurillard um nám og gagnrýnni samræðu við félaga.

Forgangsraðaðu þeim breytingum sem þú vilt framkvæma og gerðu aðgerðaáætlun. Hvar viltu að stærsta breytingin verði? Hvaða stafrænu valkosti ætlar þú að nýta þér? Er jafnvægið gott, milli viðveru í rauntíma og netnáms nemenda þar sem þeir ráða hvar og hvenær þeir læra? Eru hæfniviðmiðin góð og mælanleg? Nýtir þú þér fjölbreytni námstegunda og kennsluaðferða? Miðar kennslan að því að nemendur nái hæfniviðmiðunum. Er námsmatið að meta hvort nemendur hafi náð hæfniviðmiðunum?

Í framhaldi af hönnuninni þarftu að ganga frá skipulagi námskeiðsins, semja nýja kennsluáætlun og að setja námskeiðið upp í Canvas.

Frekari stuðning við skipulag námskeiða má leita hjá:

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands
Tölvupóstur: kennslumidstod@hi.is
Sími: 897 2946

Kennsluþróunarstjórum fræðasviða
Ásta Bryndís Schram, HVS
Tölvupóstur: astabryndis@hi.is
Sími: 525 5953

Edda R. H. Waage, VON
Tölvupóstur: erw@hi.is
Sími: 5254458

Margrét Sigrún Sigurðardóttir, FVS
Tölvupóstur: mss@hi.is
Sími: 5254445

Matthew Whelpton, HUG
Tölvupóstur: whelpton@hi.is
Sími: 525 4451

Tryggvi Brian Thayer, MVS
Tölvupóstur: tbt@hi.is
Sími: 5255586

Stuðningur vegna Canvas, Inspera, Zoom og Teams
Senda beiðni á þjónustugátt UTS: https://hjalp.hi.is

Stuðningur vegna Turnitin Feedback Studio
Senda tölvupóst á turnitin@hi.is

Öll ABC gögn sem eru á þessari síðu eru byggð á gögnum frá Clive Young og Natasa Perovic, sem vinna hja UCL Digital Education, í London. Allt efni frá þeim og því sem við bætum við er gefið út með afnotaleyfinu Attribution-NonCommercial-ShareAlike 4.0 International (CC BY-NC-SA 4.0) license