Viðburðir

Kennslumiðstöð Íslands, Prófaskrifstofa og Miðstöð framhaldsnáms bjóða kennurum upp á kennslutengda viðburði í formi námskeiða, málstofa, vinnustofa og fleira.

Haustið 2020 verða öll námskeið í Háskóla Íslands í námsumsjónarkerfinu Canvas. Upplýsingar um námskeið og vinnustofur fyrir kennara í Canvas eru á Canvas.hi.is.

Fræðasvið, deildir, námsbrautir og kennarar geta leitað til Kennslumiðstöðvar og fengið sérsniðin námskeið.

Kennslumiðstöð er í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands um kennslu í viðbótardiplóma á framhaldsstigi, Kennslufræði háskóla, fyrir starfandi háskólakennara.

Mynd af Setbergi

Kennslusvið Háskóla Íslands er með námskeið sem eru reglulega í boði fyrir kennara Háskólans. Misjafnt er hversu oft þessi námskeið eru í boði en hægt er að lesa lýsingar á þessum námskeiðum.

Þegar tímasetning er komin á þau birtast þau einnig undir Næstu viðburðir.