Viðburðir

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands ásamt Prófaskrifstofu, Deild rafrænna kennsluhátt og Miðstöð framhaldsnáms, bjóða kennurum Háskóla íslands upp á margskonar fræðslu í formi námskeiða, vinnustofa, kynninga og fleira.

Upplýsingar og skráning á tímasetta viðburði á vegum Kennslumiðstöðvar og Prófaskrifstofu er hægt að sjá hér undir Næstu viðburðir. Prófaskrifstofa heldur einnig úti vefnum inspera.hi.is og er með mikið af fræðsluefni á innri vef Uglunnar undir Nám og kennsla - Próf (verður að hafa hi-netfang og skrá þig inn, til að fá aðgang að því).

Miðstöð framhaldsnáms sendir út tilkynningar í netpósti og skráning fer fram í Uglunni. Deild rafrænna kennsluhátta er með vefinn canvas.hi.is þar þeir veita upplýsingar um Canvas námskeið og vinnustofur. Skráning á þá viðburði fer fram í gegnum Uglu.

IMG_2820

Kennslufræði háskóla, diplóma

Kennslumiðstöð, í samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, býður upp á námsbraut fyrir starfandi háskólakennara í Kennslufræði háskóla.

Um er að ræða 30 eininga viðbótardiplóma á framhaldsstigi.

Námsbrautin er einungis ætluð starfandi háskólakennurum en allt skipulag náms og námsmatskröfur miðast við það.

Námsbrautin er hluti af formlegu framboði Háskóla Íslands og gilda þvi sömu reglur um umsóknir og skráningar á hana eins og við aðrar námsbrautir í Háskóla Íslands.

Umsjón með námsbrautinni og aðalkennari er:
Guðrún Geirsdóttir, dósent á Menntavísindasviði og deildarstjóri Kennslumiðstöðvar

Sérsniðnir viðburðir

Fræðasvið, deildir, námsbrautir og kennarar geta leitað til Kennslumiðstöðvar og fengið sérsniðin námskeið og kynningar. Sendu tölvupóst til okkar kennslumidstod@hi.is

Kennslutengdir viðburðir