Padlet er veflægt forrit sem hægt að líkja við stafræna korktöflu. Í stuttu máli er þetta einföld vefsíða (virkar í öllum vefvöfrum) þar sem mögulegt er að deila upplýsingum á margskonar formi. Á hverja töflu er hægt að “festa” ýmsar upplýsingar m.a. myndir, skjöl, vefslóðir, myndskeið o.fl. Val stendur um nokkur sniðmát og geta margir unnið saman í hverri töflu.

Hver “tafla” eða padlet fær sinn eigin QR-kóða og auðvelt er að deila, flytja út eða fella inn í vefsíður (t.d. Moodle). Einnig er hægt að prenta hana út, vista sem mynd, PDF skjal, CSV eða Excel skrá.

Einfalt er að stýra aðgengi. Sem dæmi er hægt að læsa töflu með lykilorði og stýra hvort viðkomandi hefur les- eða skrifréttindi eða megi breyta henni. Nauðsynlegt er að stofna notandaaðgang með netfangi eða nýta tengingu við samfélagsmiðla.

Padlet er ókeypis en hægt er að kaupa ársáskrift til þess að losna við auglýsingar á vinnslustigi. Forritið er aðgengilegt á vefsíðunni www.padlet.com og virkar á öllum vefvöfrum. Einnig er það til sem smáforrit fyrir spjaldtölvur og snjallsíma bæði iOS og Android.

Hér fyrir neðan er sýnishorn af Padlet töflu þar sem innfellingarkóði (e. embed) er nýttur. Þessi tafla er stillt þannig að þú getur einungis lesið.

Bein slóð er:  https://padlet.com/kennslumidstod/namsmat

Made with Padlet