Tímarit Kennslumiðstöðvar

Tímarit Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands er frá árinu 2019 opið tímarit þar sem vinnubrögð opinna vísinda liggja til grundvallar útgáfu þess. Tímaritið er gefið út í opnum aðgangi þar sem allar greinar í því eru með afnotaleyfinu CC BY-4.0 frá Creative Commons.

Markmið Kennslumiðstöðvar með því að gefa tímaritið út í opnum aðgangi, er að efla gagnsæi í háskólakennslu- og fræðastarfi akademískra starfsmanna, með því að gera greinar þeirra í Tímaritinu aðgengilegar öllum, án leyfis- og kostnaðarhindrana. Það er í samræmi við stefnu Háskóla Íslands um opinn aðgang frá árinu 2014.

Tímaritið er gefið út bæði í prenti og á stafrænu formi á vefslóðinni https://tk.hi.is, í frjálsa og opna hugbúnaðinum Open Journal System. 

Prentuðu útgáfunni er dreift í kaffistofur kennara í Háskóla Íslands, Háskólatorgi, Setbergi og víðar á háskólasvæðinu. Meðan er til upplag af prentaðri útgáfu tímaritsins er hægt að hafa samband við fulltrúa ritstjórnar og biðja um að fá eintök.

Tímaritið er skráð hjá CrossRef í gegnum Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn en tengiliður tímaritsins þar er Sigurgeir Finnsson. Það þýðir að allar greinar frá 2019 eru með einkvæmar DOI-vefslóðir, sem auðveldar höfundum að vísa í greinarnar og eykur jafnframt aðgengi að þeim.

Í rafrænu útgáfunni eru tenglar á Orcid auðkennisvefslóðir höfunda ásamt tenglum á aðrar greinar höfunda í Tímaritinu.

Upplýsingar um ritstjórn og greinaskil höfunda eru aðgengilegar í rafrænni útgáfu tímaritsins.

Kennsluþróun á krossgötum
2020, árgangur 8, tölublað 1.

Rafræn útgáfa af tímaritinu er aðgengileg á Internetinu.

Þar er hægt að ná í pdf af tímaritinu. Fá yfirlit yfir greinarnar í tímaritinu, sækja stakar greinar sem pdf, sjá doi númer greina og upplýsingar um heimildaskráningu. Fá tengil á ORCID vefslóðir höfunda ásamt tenglum á aðrar greinar höfunda í sama tímariti.

Námsmat og endurgjöf í háskólakennslu
2019, árgangur 7, tölublað 1.

Rafræn útgáfa af tímaritinu er aðgengileg á Internetinu.

Þar er hægt að ná í pdf af tímaritinu. Fá yfirlit yfir greinarnar í tímaritinu, sækja stakar greinar sem pdf, sjá doi númer greina og upplýsingar um heimildaskráningu. Fá tengil á ORCID vefslóðir höfunda ásamt tenglum á aðrar greinar höfunda í sama tímariti.

Gæði í kennslu
2017, árgangur 6, tölublað 1.

Rafræn útgáfa af tímaritinu er aðgengileg á Internetinu.

Þar er hægt að ná í pdf af tímaritinu.

Lesa tímaritið á Issue. Það er þægilegt að fletta árbókinni í Issue. Auðvelt að sjá kaflana í henni og hægt að velja staka kafla til að skima.

Upptökur á kennslu
2016, árgangur 5, tölublað 1.

Rafræn útgáfa af tímaritinu er aðgengileg á Internetinu.

Þar er hægt að ná í pdf af tímaritinu.

Lesa tímaritið á Issue. Það er þægilegt að fletta árbókinni í Issue. Auðvelt að sjá kaflana í henni og hægt að velja staka kafla til að skima.

Kennslukannanir
2015, árgangur 4, tölublað 1.

Rafræn útgáfa af tímaritinu er aðgengileg á Internetinu.

Þar er hægt að ná í pdf af tímaritinu. Fá yfirlit yfir greinarnar í tímaritinu, sækja stakar greinar sem pdf, sjá doi númer greina og upplýsingar um heimildaskráningu.

Fá tengil á ORCID vefslóðir höfunda ásamt tenglum á aðrar greinar höfunda í sama tímariti.

Lesa tímaritið á Issue. Það er þægilegt að fletta árbókinni í Issue. Auðvelt að sjá kaflana í henni og hægt að velja staka kafla til að skima.

Mat á gæði kennslu og upplýsingatækni
2014, árgangur 3, tölublað 1.

Rafræn útgáfa af tímaritinu er aðgengileg á Internetinu.

Þar er hægt að ná í pdf af tímaritinu.

Lesa tímaritið á Issue. Það er þægilegt að fletta árbókinni í Issue. Auðvelt að sjá kaflana í henni og hægt að velja staka kafla til að skima.

Fjölbreyttir kennsluhættir
2013, árgangur 2, tölublað 1.

Rafræn útgáfa af tímaritinu er aðgengileg á Internetinu.

Þar er hægt að ná í pdf af tímaritinu.

Lesa tímaritið á Issue. Það er þægilegt að fletta árbókinni í Issue. Auðvelt að sjá kaflana í henni og hægt að velja staka kafla til að skima.

2012, árgangur 1, tölublað 1.

Rafræn útgáfa af tímaritinu er aðgengileg á Internetinu.

Þar er hægt að ná í pdf af tímaritinu.

Kennslufræði, upplýsingatækni
2008.

Rafræn útgáfa af tímaritinu er aðgengileg á Internetinu.

Þar er hægt að ná í pdf af tímaritinu.