Stefna HÍ um nám og kennslu

-aðgerðaáætlun til þriggja ára

Í HÍ21, Stefna Háskóla Íslands 2016-2021 kemur fram að gæði náms og kennslu eigi að fá aukið vægi í starfi Háskólans (sækja sem pdf).

Í heildstæðri stefnu Háskóla Íslands um gæði náms og kennslu 2018-2021 eru þríþætt markmið (sækja sem pdf). Þeim er fylgt eftir með aðgerðaáætlun.

  1. Innan Háskóla Íslands er öflugt námssamfélag nemenda og kennara.
  2. Gæði náms og kennslu eru í öndvegi í starfi skólans.
  3. Háskóli Íslands þjónar fjölbreyttu samfélagi með því að bjóða upp á margvíslegar leiðir til náms.

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands er í forsvari fyrir endurgjafahluta stefnunnar og leggur ríka áherslu á að vinna náið með fræðasviðum og deildum og gera góða starfshætti skólans sýnilega á vefsíðu sinni. Þá er Tímarit Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands, árgangur 2019 tileinkað námsmati og endurgjöf.