Kennsluvarpið

IrisBjork1500x500

Kennsluvarpið fjallar um stefnur og strauma á sviði kennslufræðinnar og er ekki síst ætlað að veita innblástur fyrir mismunandi kennsluaðferðir - bæði nýjar sem gamlar.

Markmiðið með því er að deila kennslufræðilegri þekkingu við Háskóla Íslands með opnum umræðum við kennara frá ýmsum fræðasviðum háskóla.

Umsjón með kennsluvarpi Kennslumiðstöðvar: Írisi Björk Eysteinsdóttir

Leiðsagnarmat með Ásdísi Helgadóttur
Ásdís Helgadóttir
Ásdís Helgadóttir, dósent í vélaverkfræði, segir frá því hvernig hún notar leiðsagnarmat í kennslu, bæði í stórum og smáum hópum. Hún segir að leiðsagnarmat sé góð leið til að aðstoða nemendur við að tileinka sér efni námskeiðs. Hún segir að það sé mikilvægt að skoða hvað er gott, hvað má bæta og hvernig er hægt að bæta það.
Guðrún Geirsdóttir talar um strauma og stefnur í HÍ af tilefni 20 ára afmælis Kennslumiðstöðvaruálag?
Guðrún Geirsdóttir
Guðrún Geirsdóttir stofnandi Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands rifjar upp fyrstu kynni sín af skólanum. Hún brennur fyrir kennslu og kennsluþróun og hefur frá upphafi haft gríðarleg áhrif á kennsluhætti háskólans á þeim 25 árum sem hún hefur starfað hjá HÍ.
Edda Ruth Hlín Waage
Þarf að endurhugsa vinnuálag?
Edda Ruth Hlín Waage
Lektor í land- og ferðamálafræði Edda lauk diplómunámi fyrir háskólakennara með rannsókn á vinnuálagi nemenda. Þetta vakti fyrst athygli hennar vegna þess að í námskeiði sem hún kenndi kom í ljós að nemendum þótti vinnuálagið óvenju mikið. Í þessum þætti talar Edda um hvað kennarar þurfa að hafa í huga þegar þeir skipuleggja námskeið og hvernig á að skapa jafnvægi  á milli vinnuálags og vinnuframlags.
Gréta Björk Guðmundsdóttir
Persónuvernd
Gréta Björk Guðmundsdóttir
Gréta Björk er prófessor á Menntavísindasviði Háskólans í Osló. Hún er næsti gestur í hljóðveri Kennslumiðstöðvar. Gréta brást hratt við ásamt samstarfsaðila sínum í Bandaríkjunum þegar Covid skall á og kannaði viðbrögð kennara við því að þurfa að umbreyta hefðbundinni kennslu sinni með notkun stafrænnar tækni. Niðurstöðurnar voru áhugaverðar og sérstaka athygli vakti skortur á þekkingu á persónuvernd.
Sólveig Jakobsdóttir
Fjarkennslan í brennidepli
Sólveig Jakobsdóttir
Fjarkennsla hefur sjaldan verið jafn umtöluð og á tímum Covid og næsti gestur Kennsluvarpsins er þess vegna Sólveig prófessor í fjarkennslufræði á Menntavísindasviði. Eftir langan fjarkennsluferil hefur Sólveig mikið að segja um það hvernig fjarnám er kennt á tímum Covid.
Portrait af Amalíu BjörnsdótturAmalía Björnsdóttir
Námsmat á tímum Covid
Amalía Björnsdóttir
Amalía prófessor við Háskóla Íslands ræðir um námsmat á tímum Covid. Heimsfaraldurinn hefur breytt miklu í starfi háskóla um allan heim. Amalía telur þörf á að endurskoða námsmat til framtíðar meðal annars með tillit til þess hvernig skilgreina á svindl í prófum og heimaverkefnum.
Innleiðing Canvas
Tryggvi Már Gunnarsson
Ert þú ein(n) af þeim sem er að vandræðast með af hverju Háskóli Íslands hefur ákveðið að nota Canvas? Tryggvi Már útskýrir hvernig hægt er að nota Canvas til að styrkja kennslu.
Ragna Kemp Haraldsdóttir í miðju logoi Kennsluvarpsins
Ragna Kemp Haraldsdóttir
Ragna Kemp segir hér frá reynslu sinni af blandaðri kennslu sem getur nýst kennurum vel á tímum Cóvid. Með því að hlusta á hana getur þú fengið hugmyndir að því hvernig þú gerir námið skemmtilegra og áhugaverðara fyrir nemendur í stafrænu námi.
Staðnám
Terry Adrian Gunnell
Terry hefur unnið sem kennari um árabil og er handhafi viðurkenningar fyrir framúrskarandi kennslu árið 2018 í Háskóla Íslands. Hvernig finnst honum best að kenna staðnám og hvað þýðir það eiginlega að vera "stuffed lemon"?
Elva Björg Einarsdóttir
Hvað þýðir eiginlega nemandamiðuð kennsluáætlun, og afhverju ætti kennari að nota hana? Elva Björg Einarsdóttir mætir í hljóðklefann í Setbergi og ræðir hvernig best er að hanna góða kennsluáætlun.

Hlustaðu á kennsluvarpið frá:

Anchor

Google Podcast

Breaker

Pocket Casts

Radio Public

Spotify