Kennsluvarpið

©Kristinn Ingvarsson

Kennsluvarpið fjallar um stefnur og strauma á sviði kennslufræðinnar og er ekki síst ætlað að veita innblástur fyrir mismunandi kennsluaðferðir - bæði nýjar sem gamlar.

Markmiðið með því er að deila kennslufræðilegri þekkingu við Háskóla Íslands með opnum umræðum við kennara frá ýmsum fræðasviðum háskóla.

Kennsluvarpið er unnið af Írisi Andradóttur.

Kennsluvarpið er hægt að nálgast frá sex stöðum:

Anchor

Google Podcast

Breaker

Pocket Casts

Radio Public

Spotify

Kennsluáætlun
Elva Björg Einarsdóttir

Hvað þýðir eiginlega nemandamiðuð kennsluáætlun, og afhverju ætti kennari að nota hana? Elva Björg Einarsdóttir mætir í hljóðklefann í Setbergi og ræðir hvernig best er að hanna góða kennsluáætlun. 
 
Terry Gunnell hefur unnið sem kennari um árabil og er handhafi viðurkenningar fyrir framúrskarandi kennslu árið 2018 í Háskóla Íslands. Hvernig finnst honum best að kenna staðnám og hvað þýðir það eiginlega að vera "stuffed lemon"?
  
Ert þú ein(n) af þeim sem er að vandræðast með af hverju Háskóli Íslands hefur ákveðið að nota Canvas? Tryggvi Már Gunnarsson útskýrir hvernig hægt er að nota Canvas til að styrkja kennslu.