Háskóli Íslands gaf út leiðbeiningar fyrir deildir til að móta kennslustefnu haustið 2012. Strax þá um vorið höfðu 75% af deildum skólans mótað sér slíka stefnu.
Í stefnu Háskóla Íslands 2011-2016 var tekin skýr afstaða til þess að fræðasvið og deildir við skólann ættu að setja sér skýra kennslustefnu fyrir öll skólastig þar sem væri kveðið á um samþættingu kennslu og rannsókna.
Háskóli Íslands gaf út sína fyrstu stefnu um gæði náms og kennslu árið 2018.
Hér eru tenglar í kennslustefnur Háskóla Íslands, fræðasviða, deilda og námsbrauta, sem við í Kennslumiðstöð vitum um.
Stefna Háskóla Íslands um gæði náms og kennslu 2018-2021
-aðgerðaáætlun til þriggja ára
Í HÍ21, Stefna Háskóla Íslands 2016-2021 kemur fram að gæði náms og kennslu eigi að fá aukið vægi í starfi Háskólans (sækja sem pdf).
Í heildstæðri stefnu Háskóla Íslands um gæði náms og kennslu 2018-2021 eru þríþætt markmið (sækja sem pdf). Þeim er fylgt eftir með aðgerðaáætlun.
Ná í örkynningu á stefnu HÍ um gæði náms- og kennslu 2018-2021 (pdf)
Stefna Félagsvísindasviðs í kennslumálum
Stefna sviðsins er til ársins 2020 eins og stefna Háskóla Íslands. Aðgerðaáætlun er fyrir árið 2017-2018. Kennslunefnd setur sér aðgerðaáætlun árlega.
Stefnan er aðgengileg á Uglu, innri vef Háskóla Íslands. Til að geta skoðað stefnuna þarftu að hafa aðgang að innri vefnum.
Kennslustefnur á Hugvísindasviði
Guðfræði- og trúarbragðadeild
Kennslustefna Guðfræði- og trúarbragðadeildar er á vefsíðu deildarinnar á ytri vef Háskóla Íslands
Stefna um nám og kennslu 2018-2021 (sækja sem pdf)
Menntavísindasvið leggur áherslu á að skapa lifandi námssamfélag starfsfólks og nemenda.
Sviðið skapar umgjörð sem stuðlar að námi og gerir nemendum kleift að verða virkir þátttakendur í faglegri umræðu.
Starfsfólk og nemendur leggja sitt af mörkum til að opna félagsleg rými þar sem allir þátttakendur fá tækifæri til að læra sem einstaklingar og sem hópur.
Kennslustefnur á Verkfræði- og náttúruvísindasviði
Til að geta skoðað stefnurnar frá Líf- og umhverfisdeild ásamt námsbrautum í land- og ferðamálafræði og líffræði, þarftu að hafa aðgang að Uglu, innri vef Háskóla Íslands.
Líf- og umhverfisdeild
Stefna Líf- og umhverfisdeildar
Stefna námsbrautar í land- og ferðamálafræði 2017-2019
Stefna námsbrautar í líffræði um nám og kennslu