Fræðasvið og deildir

Innan deilda og fræðasviða hefur Kennslumiðstöð komið að mörgum kennsluþróunarverkefnum s.s. í sambandi við fjölbreytta kennsluhætti, kennsluumræðu, námsmat og endurgjöf og móttöku nýnema. Þá hefur Kennslumiðstöð komið að sjálfsmati deilda u.þ.b. frá upphafi, í fyrstu með því að hlusta eftir röddum nemenda. Þannig ræddi Kennslumiðstöðvarfólk við nemendur um helmings deilda skólans í rýnihópum og matshringjum.

Í annarri umferð sjálfsmats háskóla styður Kennslumiðstöð við námskrárgerð með því að leiða deildir í gegnum það ferli annað hvort fyrir eða eftir sjálsfmat, yfirfara lokaviðmið námsleiða og hæfniviðmið námskeiða auk þess að lesa yfir sjálfsmatskýrslur deilda og koma með ábendingar.