Samstarf

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands leggur áherslu á að vera í samstarfi að kennsluþróun á háskólastigi innanlands og utan, innan Háskóla Íslands, við aðra háskóla í landinu, menntamálayfirvöld og rannsóknastofnanir. Þannig vinna t.d. háskólar landsins saman að ýmsum kennsluþróunarverkefnum á landsvísu, svo og leggja sérfræðingar Kennslumiðstöðvar sín lóð á vogaskálarnar í samvinnu við menntamálayfirvöld.