Kennslumiðstöð sér ekki um aðstoð við Turnitin. Hér eru eingöngu að finna helstu leiðbeiningar og upplýsingar um kerfið. Umsjónarmaður Turnitin er Védís Grönvold, vedis[hjá]hi.is sími: 8244487

Nýr leiðbeiningavefur fyrir kennara var tekinn í notkun haustið 2016. Vefurinn er kennsluvefur í Moodle-kerfi HÍ og er hann opinn bæði notendum innan háskólans sem utan. Slóðin er: https://moodle.hi.is/course/view.php?id=312

Notendur innan HÍ þurfa að innrita sig sem nemendur með því að smella á hnappinn “Innritaðu mig” og notendur utan HÍ skrá sig inn með notandanafninu gestir og lykilorðinu gestur (smelltu hér til að sjá leiðbeiningar).

Neðst á síðunni er vísað í skrár með leiðbeiningum HÍ um Turnitin. Leiðbeiningar eru hér á vef Turnitin og upplýsingar hér um tæknileg atriði/vandamál.

(See bottom of page for English instructions)

Háskóli Íslands hefur til ritstuldarvarna forritið Turnitin, eins og aðrir íslenskir háskólar. Turnitin ber skjöl nemenda saman við textasöfn og skilar skýrslu um samsvar­anir. Skrifstofur deilda og kennarar sjá um verkefnaskil, annað hvort beint í Turnitin eða með Turnitin-verkefna­skilum í Moodle-námskeiðum. Miðað er við að nemendur geti skoðað verkefni sín meðan þau eru í vinnslu og sjái skýrslur Turnitin, en aðeins lokaskil verkefna bætist við textasafn Turnitin. Opin ­verk í Skemmu bætast með tímanum við vefsafn Turnitin gegnum leitarvél.

Reglur um ritstuld og viðbrögð má finna hér í Kennsluskrá HÍ.

Tölur um notkun Turnitin

Taflan sýnir fjölda einstakra kennara og stúdenta og innlagðra texta í Turnitin í HÍ 2011/2012, 2013, 2014, 2015 og út nóv. 2016. Dálkurinn lengst t.h. sýnir fjölda einstakra tilvika frá 2012 til loka nóv. 2016. Af þessu má t.d. sjá að 595 einstakur kennari notaði Turnitin e-n tímann frá 2012, þar af 308 á árinu 2014.

Notkun Turnitin í Háskóla Íslands 2011-12
2013 2014 2015 Nóv. 2016  Samt.
Fjöldi einstakra kennara 113 195 308  365 367 595
Fjöldi einstakra stúdenta 529 1.895 4.370 5.994 6.833 11.471
Innlagnir samtals 2.034 4.361 7.576 11.310 10.670 35.951
 – þar af beint í Turnitin 1.247 2.780 5.847 8.483 7.188 25.545
 – þar af gegnum Moodle 787 1.581 1.729 2.827 3.482 10.406

Moodle-námskeið um Turnitin

Moodle-námskeiðið Turnitin til ritstuldarvarna er öllum opið á þessari slóð. Námskeiðið snýst um að fara gegnum helstu atriði í Turnitin og geta að því loknu:

  • Sett upp verkefnaskil í Turnitin.
  • Notað valmöguleika kennara í Turnitin.
  • Sett inn skjöl og kannað heimildanotkun.
  • Opnað stúdentum aðgang að Turnitin.
  • Brugðist við ritstuldi skv. reglum skólans.
Helsta efni námskeiðsins er í skjalinu Efni af Moodle-namskeidi.pdf hér fyrir neðan.

Skrár