þegar kemur að mati sumra hæfniviðmiða reynist oft heppilegt að spyrja beinna spurninga eða vísa til stuttra skilgreininga sem krefjast stuttra svara. Slík prófatriði geta krafist hlutlægs mats, en þau geta líka vissulega verið huglæg í þeim skilningi að próftaka er gefið nokkurt frelsi við að orða svar sitt. Þessi atriði nefnum við stutt svör (e. short-answer items). Nokkur dæmi:

Dæmi A:

Hvað merkir hugtakið „frostmark“?

Dæmi B:

Epík er ein af höfuðgreinum bókmennta. Hvað merkir hugtakið „epík“?

Dæmi C:

Flokkast könguló sem skordýr? (Rökstutt svar)

Dæmi D:

Sum efni kallast „einangrarar“ og önnur „leiðarar“. Útskýrðu hugtakið „varmaleiðni“ í því ljósi.

Dæmi E:

Læknir ráðleggur sjúklingi með kvef af völdum veirusýkingar að taka það rólega og hvílast í stað þess að taka sýklalyf. Af hverju ráðleggur læknirinn ekki sýklalyf?

 

Höfundur

Meyvant Þórólfsson. (2018). Skrifleg próf á vef Kennslumiðstöðvar HÍ.