Viðurkenningar fyrir kennslu

Háskóli Íslands veitir hvert háskólaár að jafnaði þremur starfsmönnum viðurkenningar fyrir lofsverðan árangur í starfi. Forsendur viðurkenningar eru ágæti í kennslu, rannsóknum, stjórnun eða í öðrum störfum í þágu Háskólans.

Háskólaráð skipar tvo menn í valnefnd, annan úr hópi fyrrverandi fastráðinna kennara Háskólans og hinn úr hópi fyrrverandi nemenda, sem ásamt aðstoðarrektor velja úr tilnefningum og ákveða hverjir hljóta hina árlegu viðurkenningu. Skal nefndin skipuð til þriggja ára í senn og er aðstoðarrektor formaður hennar. Sérstök greinargerð valnefndar skal fylgja viðurkenningunni.

Hér er listi yfir kennara sem hlotið hafa viðurkenningu fyrir góðan árangur í kennslu:

2019 Silja Bára Ómarsdóttir,  dósent við stjórnmálafræðideild (nánar)

2018  Terry Adrian Gunnell, prófessor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild (nánar)

2017  Fjóla Jónsdóttir, prófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið (nánar)

2016  Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor við Hugvísindasvið (nánar)

2015  Urður Njarðvík, dósent við Heilbrigðisvísindasvið (nánar)

2014 Rögnvaldur Möller, prófessor við Raunvísindadeild (nánar)

2013 Baldur Sigurðsson, dósent við Kennaradeild (nánar)

2012 Brynhildur Davíðsdóttir, dósent við Hagfræðideild (nánar)

2008 Sesselja Ómarsdóttir, lektor við lyfjafræðideild (nánar)

2007 Gylfi Zoega, prófessor við hagfræðideild (nánar)

2006 Róbert Ragnar Spanó, prófessor við lagadeild

2005 Runólfur Smári Steinþórsson, prófessor við viðskiptafræðideild (nánar)

2004 Ásgeir Haraldsson, prófessor við læknadeild (nánar)
Rannveig Sverrisdóttir, lektor við heimspekideild (nánar)

2003 Arnfríður Guðmundsdóttir, dósent við guðfræðideild (nánar)

2002 Stefán Svavarsson, dósent við viðskipta- og hagfræðideild

2001 Ólöf Ásta Ólafsdóttir, lektor í hjúkrunarfræðideild (nánar)
Rannveig Traustadóttir, dósent í félagsvísindadeild (nánar)

2000 Hjálmtýr Hafsteinsson, dósent við tölvunarfræðiskor verkfræðideildar (nánar)

1999 Páll Hreinsson, dósent við lagadeild