UIcelandX Kynningarmyndbönd

UIcelandX er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og edX um gerð og rekstur opinna netnámskeiða. Með verkefninu er ætlunin að auka notkun upplýsingatækni í háskólakennslu og styðja þróun nýrra kennsluhátta til að takast á við áskoranir 21. aldar. UIcelandX er nafn Háskóla Íslands í edX kerfinu.

Opin netnámskeið UIcelandX eru alþjóðleg námskeið þróuð og kennd af aðilum úr fræðasamfélagi Háskóla Íslands. Námskeiðin eru ókeypis og opin öllum og nýtast háskólanemum sem vilja bæta við sitt nám, sem og fróðleiksfúsum almenningi. Í nóvember 2019 hafa verið gerð fjögur námskeið á vegum eða í samvinnu við Háskóla Íslands. Hér fyrir neðan eru kynningarmyndbönd fyrir þau námskeið sem eru nú þegar á edX.

Fyrsta námskeið Háskóla Íslands var Miðaldasaga/Medieval Icelandic Sagas

 

Næsta námskeið er Sauðfé í landi elds og ísa/Sheep in the Land of Fire and Ice

Þriðja námskeiðið er Eftirlit með kvikuhreyfingum og eldfjöllum/Monitoring Volcanoes and Magma Movements

Fjórða námskeið er menningarnæmi í menntun/Intercultural Competency en það námskeið var hluti af verkefni sem styrkt er af Nordplus Horizontal og leitt af Höfða friðarsetri Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og Hönnu Ragnarsdóttur, prófessor í fjölmenningarfræðum við Háskóla Íslands. Að þróun námskeiðsins komu einnig fræðimenn frá Háskólanum í Osló, Háskólanum í Gautaborg, Háskólanum í Helsinki, Álaborgarháskóla og RISEBA Háskóla í Riga, auk sérfræðinga frá sveitarfélögunum Reykjavík, Helsinki, Gautaborg og Osló.