UIcelandX

Nýjasta viðbótin við námskeið Háskóla Íslands eru MOOC námskeið hjá edX sem stendur fyrir Massive open online course.

edX er eitt af stóru nöfnunum í framleiðslu MOOC námskeiða og gilda mjög strangar reglur um þá sem þar fá að taka þátt. Háskóli Íslands fékk tilboð um að vera með í þeim hópi og var fyrsta sex vikna námskeiðið kennt vorið 2018.

Einföld skilgreining á MOOC gæti verið að þetta er ákveðin framsetning á námsefni á netinu. Námskeiðin eru opin öllum og engar fjöldatakmarkanir. Vinsæl námskeið geta því verið mjög fjölmenn, allt upp í nokkra tugi þúsunda sem sækja það.

UIcelandX er samstarfsverkefni Háskóla Íslands og edX um gerð og rekstur opinna netnámskeiða. Með verkefninu er ætlunin að auka notkun upplýsingatækni í háskólakennslu og styðja þróun nýrra kennsluhátta til að takast á við áskoranir 21. aldar. UIcelandX er nafn Háskóla Íslands í edX kerfinu.

Opin netnámskeið UIcelandX eru alþjóðleg námskeið þróuð og kennd af aðilum úr fræðasamfélagi Háskóla Íslands. Námskeiðin eru ókeypis og opin öllum og nýtast háskólanemum sem vilja bæta við sitt nám, sem og fróðleiksfúsum almenningi. Í nóvember 2019 hafa verið gerð fjögur námskeið á vegum eða í samvinnu við Háskóla Íslands.

Að búa til opið netnámskeið

Opin netnámskeið UIcelandX eru ætluð að höfða til breiðs alþjóðlegs hóps þátttakenda og endurspegla fræðilega sérstöðu Háskóla Íslands. Námskeiðin eru á ensku og þurfa að standast strangar gæðakröfur edX og Kennslusviðs Háskóla Íslands.

Námskeið sem eru valin af matsnefnd sem tilnefnd er af Kennslusviðsi fara í þróunarferli og nýtur kennari námskeiðsins aðstoðar þróunarteymis sem í eru fulltrúar Kennslumiðstöðvar, Kennslusviðs og Markaðs- og samskiptasviðs.

Í teyminu eru sérfræðingar sem aðstoða kennarann með skipulagningu og útfærslu námskeiðs, námsefnisgerð og kynningarmál.

Kennarar njóta ennfremur aðstoðar sérfræðinga edX um nánari útfærslu námskeiðs og námsefnis.

Það tekur mislangan tíma að þróa opin netnámskeið og ræðst það af:

 • Hversu langt námskeiðið verður, en þau geta verið allt frá 4 vikum og upp í heilsannar námskeið.
 • Hversu mikið námsefni þarf að vinna fyrir námskeiðið, en kennarar eru hvattir til að endurnýta efni sem er til þar sem það er hægt.
 • Skipulagi námskeiðsins og sérstaklega hvort er um nýtt námskeið að ræða eða námskeið sem byggir á námskeiði sem þegar hefur verið kennt.

Miðað við átta vikna námskeið sem byggir á námskeiði sem þegar er kennt og nýtir að einhverju leyti námsefni sem er til má gera ráð fyrir að þróunartíminn verði ekki minni en 3-4 mánuðir, sem skiptist gróflega þannig:

 • Skipulagning námskeiðs: 3-4 vikur.
 • Myndatökur og myndklipping: 8-10 vikur.
 • Samsetning námskeiðs: 2-3 vikur.
 • Eftirvinnsla með fulltrúum edX: 3-4 vikur.
 • Kynningaráætlun: 3-4 vikur.

Þegar vinnsla námskeiðs er lokið er það kynnt af Háskóla Íslands og edX og opnað fyrir skráningar. Ætlast er til að námskeið hefjist um það bil tveimur mánuðum eftir að opnað er fyrir skráningu.

Kynningarmyndbönd fyrir uIcelandX námskeiðin

Sjá spilunarlista á HIvarp fyrir fleiri UIcelandX/edX myndbönd

Miðaldasaga

The Medieval Icelandic Sagas

 

Sauðfé í landi elds og ísa

Sheep in the Land of Fire and Ice

Vefslóð námskeiðsins hjá edX:

Kennarar:

 • Isabel Pilar Catalan Barrio, dósent og varadeildarforseti við Landbúnaðarháskólann,
 • Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands,
 • David S. Hik prófessor við Simon Fraser University
 • Ólafur Arnalds prófessor við Landbúnaðarháskólann.

Eftirlit með kvikuhreyfingum og eldfjöllum

Monitoring Volcanoes and Magma Movements

 

Menningarnæmi í menntun

Intercultural Competency in Education

Þetta námskeið var hluti af verkefni sem styrkt er af Nordplus Horizontal og leitt af Höfða friðarsetri Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og Hönnu Ragnarsdóttur, prófessor í fjölmenningarfræðum við Háskóla Íslands. Að þróun námskeiðsins komu einnig fræðimenn frá Háskólanum í Osló, Háskólanum í Gautaborg, Háskólanum í Helsinki, Álaborgarháskóla og RISEBA Háskóla í Riga, auk sérfræðinga frá sveitarfélögunum Reykjavík, Helsinki, Gautaborg og Osló.

Vefslóð námskeiðsins hjá edX: https://www.edx.org/course/intercultural-competency-in-education

Kennarar:

 • Hanna Ragnarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands
 • Fríða Bjarney Jónsdóttir, deildarstýra Nýsköpunarsmiðju menntamála á Skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg
 • Ingebjörg Lundevall, kennari við Oslo VO Rosenhof
 • Ylva Drage, vice principal við Oslo VO Rosenhof

Gender and Intersectionality

Gender intersects with everything. Using examples from popular culture, classical literature, and history, this course will teach you how to analyze religious texts and traditions, class divisions, racial inequality, sexualities and nationalism through a gendered lens.

Vefslóðin á námskeiðið hjá edX:

Kennarar:

 • Citi Chandra, senior researcher at Gender Equality Studies and training (GEST)
 • Thomas Brorsen Smidt, verkefnisstjóri við Alþjóðlegt jafnréttissetur Háskóla Íslands