Kennslumálasjóður 2017 B-leið

Verkfærakista leiðbeinandans: Bestu venjur á Félagsvísindasviði

Umsækjandi: Silja Bára Ómarsdóttir.
Deild eða svið: Stjórnmálafræðideild.

Lýsing: Verkefnið felst í öflun og vinnslu gagna um varðandi leiðbeiningu lokaverkefnum á grunn- og framhaldsstigi. Leiðbeining er oft tímafrek vinna og einstaklingsbundin. Margir kennarar hafa útbúið tæki til að auðvelda vinnuna,en þau nýtast námsleiðum og -deildum að takmörkuðu leyti. Verkefnið bætir úr því með því að búa til gagnabanka þar sem góðum ráðum er miðlað til allra á sviðinu.

Lokaskýrsla

Aukin gæði í fjarnámi

Þróun fjarnáms við Menntavísindasvið Háskóla Íslands: Háskólakennsla á 21. öld

Umsækjandi: Hróbjartur Árnason (útfærir umsókn í nafni deildarforsetanna þriggja).
Deild eða svið: Uppeldis- og menntunarfræðideild, Kennaradeild og Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfadeild.
Lýsing: Verkefnið snýst um að þróa samspil fjarnáms og staðnáms við Menntavísindasvið. Deildir sviðsins sækja sameiginlega um styrk til þróunarvinnu: Þarfagreiningar, hugmyndavinnu og mótunar nýrra líkana og aðferða við fjarkennslu og fjarnám, þar sem tekið er tillit til áhrifa nýrrar tækni. Markmiðið er að í lok verkefnisins verði til skýr líkön fyrir nám og kennslu á námsleiðum sviðsins.

Innleiðing blandaðs F-náms – fjölbreyttra kennsluhátta – í hjúkrunarfræði

Umsækjandi: Helga Bragadóttir.
Deild eða svið: Hjúkrunarfræðideild.

Lýsing: Verkefnið felur í sér að breyta námsfyrirkomulagi allra námsleiða og þar með allra námskeiða á meistarastigi í hjúkrunarfræði í blandaðra nám. Bandað nám felur í sér staðnám í bland við tölvutengt nám sem getur ýmist verið í rauntíma eða ekki (Garrison og Kanuka, 2004). Rannsóknir benda til jákvæðra áhrifa blandaðs náms með bættum námsárangri og minna brottfalli (López-Pérez o.fl., 2011).

Fræðaskrif á ensku: Einstaklingsmiðuð námskeið á framhaldsstigi

Umsækjandi: Guðrún Guðsteinsdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir.
Deild eða svið: Deild mála og menninga.

Lýsing: Fræðigreinar og verkefni við Háskóla Íslands eru í auknum mæli rituð á ensku. Stór hluti nemenda og kennara þurfa aðstoð við slík skrif. Verkefnið felst íþróun einstaklingsmiðaðs ákafanámskeiðs á meistarastigi á sviði Hugvísinda þar sem nemendur tileinka sér enskar ritunarhefðir á sínu sérsviði. Þá hefst undirbúningur vefsíðu með úrræðum fyrir aðra innan Háskólans sem stunda fræðaskrif á ensku.

Brotthvarf-Tengslanetakönnun