Kennslumálasjóður 2017 A-leið

Kennslumyndband fyrir lengra komna nemendur með íslensku sem annað mál

Umsækjandi: Guðrún Theodórsdóttir
Meðumsækjandi: Guðlaug Stella Brynjólfsdóttir, stundakennari í íslensku sem öðru máli og verkefnisstjóri Íslenskuþorpsins.
Jón Karl Helgason prófessor í íslensku sem öðru máli.
Dr Niina Susan Lilja, FI-33014 Tampereen yliopisto (háskólinn í Tampere Finnlandi)
Deild: Íslensku- og menningardeild
Lýsing: Sótt er um styrk til framleiðslu á kennslumyndbandi fyrir nýstárlegt kennsluefni í íslensku sem öðru máli fyrir lengra komna annarsmálsnemendur, í samskiptum á íslensku.
Kennslumyndbandið byggir á nýjustu rannsóknum á því hvernig tungumál lærast.
Kennslumyndbandið útskýrir kennsluaðferð og verkefni fyrir lengra komna annarsmálsnemendur og markar nýtt verklag í deildinni.

Miðlun loftslagsvandans

Umsækjandi: Guðni Elísson
Meðumsækjandi: Háskólasetur Vestfjarða, Veðurstofa Íslands, Raunvísindastofnun
Deild: Íslensku- og menningardeild
Lýsing: Earth101 er ætlað að einfalda miðlun loftslagsvandans með því að leiða saman fremstu vísindamenn á sviði loftslagsrannsókna, sérfræðinga í frásagnarfræðum og hugrænni sálfræði, lykilumhverfisblaðamenn á stærstu dagblöðum vestanhafs og í Evrópu, vísindabloggara á sviðinu og hóp kvikmyndagerðarfólks. Fyrirlestrarnir eru teknir upp á fjórar hágæðamyndavélar, klipptir saman með meðfylgjandi glærum og loks gerðir aðgengilegir á vefsvæði Earth101 og á YouTube.

Framtíðarskipulag í menntun iðngreinakennara: Rýni frá vettvangi

Umsækjandi: Elsa Eiríksdóttir
Deild: Kennaradeild
Lýsing: Markmið verkefnisins er að endurskoða námsleiðina Kennslufræði fyrir iðnmeistara með aðstoð þeirra sem starfa á vettvangi. Farið verður í heimsóknir í framhaldsskóla sem bjóða upp á iðnmenntun, bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni, og skólastjórnendur og iðngreinakennara fengnir til að rýna námið. Rætt verður um innihald námsins, aðferðir og fyrirkomulag með það fyrir sjónum að endurskipuleggja námið til framtíðar.

Lokaskýrsla

Þróun nýrra kennsluhátta í námskeiði fyrir hjúkrunarnema um heilbrigðisfræðslu, öryggi og samskipti

Umsækjandi: Brynja Ingadóttir
Meðumsækjandi: Ásta Bryndís Schram
Deild: Hjúkrunarfræðideild
Lýsing: Í nýju námskeiði Hjúkrunarfræðideildar verður nám um fræðslu til skjólstæðinga, samskipti, og öryggi í fyrsta sinn sameinað. Markmiðið er að efla hæfni nemenda til góðra samskipta við skjólstæðinga og samstarfsmenn, færni til að miðla fræðslu og styðja við þátttöku sjúklinga í eigin meðferð. Þetta kallar á fjölbreyttar kennsluaðferðir, virka þátttöku nemenda og notkun á upplýsingatækni. Í námskeiðinu munum við safna upplýsingum um upplifun nemenda af nýjum kennsluaðferðum.

Lokaskýrsla

Samfella markmið, áherslur og skipulag í leiðsögn á BA-lokaverkefnum í Uppeldis- og menntunarfræðideild, Menntavísindasviðs HÍ

Umsækjandi:Brynja Halldórsdóttir
Meðumsækjandi: Þórdís Þórðardóttir, Hrund Þórarinsdóttir, Eva Harðardóttir, Ragný Þóra Guðjohnsen, Sigrún Tómasdóttir
Deild: Uppeldis- og menntunarfræðideild
Lýsing: Til þess að styrkja deildina vilja umsækjendur þróa matskvarða og bjóða nýjum kennurum og doktorsnemum að taka að sér það verkefni að lesa „blint“ lokaritgerðir til BA prófs í Uppeldis- og menntunarfræðideild. Þetta fólk fengi fjóra til fimm fræðslufundi og handleiðslu um leiðsagnar- og matsferlið.

„Kvikstreymi – stafræn þekkingarveita á sviði kennslu og rannsókna í kvikmyndafræði“

Umsækjandi:Björn Þór Vilhjálmsson
Meðumsækjandi: Kjartan Már Ómarsson, Gunnar Tómas Kristófersson, doktorsnemar.
Deild: Íslensku– og menningardeild
Lýsing: Kvikmyndafræðin hefur hafist handa við þróun kennslu– og veffræðaumhverfis sem nefnist „Kvikstreymi – stafræn þekkingarveita á sviði kennslu og rannsókna í kvikmyndafræði“ með það að markmiði að nýta gagnvirkni, hýsingarmöguleika, grafískt umhverfi og aðgengileika sértækra vefsvæða til að styrkja kennsluhætti, umfjöllun um íslenska kvikmyndamenningu og sögu, sem og nemendavirkni í námsgreininni í heild.

Lokaskýrsla 1

Lokaskýrsla 2

Vendikennsla og hópamiðað nám í félagsmálfræði

Umsækjandi: Anton Karl Ingason
Deild: Íslensku- og menningardeild
Lýsing: Í verkefninu verður þróuð kennsluaðferð sem stuðlar að farsælli vendikennslu í félagsmálfræði þar sem fundir með nemendum taka mið af hópamiðuðu námi. Þróað verður stuðningsefni sem nýtir Moodle, Socrative og Anki til að veita nemendum sem best námsumhverfi og viðbrögð nemenda verða notuð kerfisbundið til að endurbæta aðferðirnar. Niðurstöður verða kynntar innan deildar og háskólasamfélags.

SESI Sustainability education and student initiative

Umsækjandi: Allyson Macdonald
Meðumsækjandi: Hópur kennara og doktornema sem hefur unnið að skipulagi og kennt sjálfbærnimenntun oft tveir saman
Deild: Uppeldis- og menntunarfræðideild
Lýsing: Í SESI verkefni eru tvo meginmarkmið, annars vegar að safna og dreifa námsefni sem hefur verið þróuð nú þegar um sjálfbærnimenntun og standa fyrir stutt SESI-fundur í hádegi hjá litlum hópum þar sem gestir og SESI fullltruar ræða atriði að eigin vali og hins vegar, að nýta enn betur tengsl okkar við sérfræðinga erlendis.

Preventing drop-out through online and in-class group cohesion

Umsækjandi: Thamar Melanie Heijstra, lektor.
Meðumsækjandi: Inga Guðrún Kristjánsdóttir, stundakennari.
Deild Stjórnmálafræðideild/ Félags og mannvísindadeild.

Lýsing: The objective of the project, based on Hirschi’s social control theory (1969), is to minimize drop-out during the academic semester by increasing students’ feelings.

Radarjarðsjá – stutt námskeið fyrir kennara

Umsækjandi: Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor.
Meðumsækjandi: Ármann Höskuldsson vísindamaður Jarðvísindastofnun.
Deild Sagnfræði- og heimspekideild.

Lýsing: Verkefnið miðar að því að bjóða sérfræðingi á sviði jarðsjármælinga hingað til lands í þeim tilgangi að halda stutt námskeið fyrir þá kennara sem hyggjast nýtaradarjarðsjá, sem þegar er í eigu HÍ, við kennslu og rannsóknir.

Lokaskýrsla

Netið okkar: Námskeið II um stafræna borgaravitund

Umsækjandi: Sólveig Jakobsdóttir, dósent.
Meðumsækjandi: Menntamiðja (Tryggvi B. Thayer), Ólafur Páll Jónsson prófessor og Ragný Þóra Guðjohnsen Uppeldis- og menntunarfræðideild, Heimili og Skóli/SAFT verkefni (Guðberg K. Jónsson).
Deild Kennaradeild.

Lýsing: Styrkur fékkst úr Kennslumálasjóði 2016 til að hanna opið netnámskeið (MOOC) um stafræna borgaravitund (digital citizenship). Sótt var um 2 milljónir en 500.000 kr. veittar. Því var ákveðið að hafa skipta námskeiðinu upp í tvennt: Netið mitt á vormisseri 2017 (4 námsþættir) og Netið okkar (4 námsþættir) á haustmisseri 2017. Sótt er um um styrk til að þróa seinna námskeiðið.

Reynsla nemenda sem eiga við námsvanda að stríða af námi í Háskóla Íslands

Umsækjandi: Sigrún Harðardóttir, lektor.
Meðumsækjandi dr. Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir, stundakennari.
Deild: Félagsráðgjafardeild.

Lýsing: Með auknum fjölbreytileika í hópi nemenda sem sækja nám við HÍ er brýnt að huga að þróun kennsluhátta. Markmið rannsóknarinnar er að fá fram upplifun og reynslunemenda sem eiga í erfiðleikum með nám, s.s. vegna sértækra námserfiðleika eða persónulegra vandamála. Þess er vænst að niðurstöður geti nýst kennurum við að þróa kennsluhætti sem mæta þörfum þessara nemenda og dregið úr brotthvarfi.

Lokaskýrsla

Stoðmyndbönd fyrir verklegar æfingar í efnafræði

Umsækjandi: Sigríður Jónsdóttir, fræðimaður og formaður námsbrautar í efnafræði.
Meðumsækjandi: Sótt er um f.h. námsbrautar í efnafræði.
Deild: Raunvísindadeild.

Lýsing: Verklegar æfingar eru órjúfanlegur hluti af kennslu í efnafræði og mikilvægt að nemendur læri rétt handtök við meðferð og umgangefna, glervöru og tækjabúnaðar. Verkefninu er ætlað að vera tól til að hjálpa nemendum að undirbúa sig fyrir framkvæmd verklegra æfinga í efnafræði. Stoðfyrirlestur sem hluti af verklegu námskeiði er mjög gagnlegur, en mynd segir oft meira en þúsund orð. Vandað myndband aðgengilegt fyrir nemendur þegar þeim hentar getur jafnvel komið að einhverju leyti í staðinn fyrir stoðfyrirlestur.

Annual seismic design competition: innovation in teaching of structural engineering courses

Umsækjandi: Rajesh Rupakhety, prófessor.
Meðumsækjandi: Guðmundur Örn Sigurðsson.
Deild: Civil and Environmental Engineering.

Lýsing: The main aim of the project is plan and organize seismic design competition among students taking the above mentioned courses to enhance their learning experience. The competition will be held on Háskoladagurinn to attract more students to the study program.

The sheep micro-MOOC: a pilot project for developing a Massive Open Online Course (MOOC) at the University of Iceland

Umsækjandi: Isabel Catalán Barrio, rannsóknasérfræðingur.
Meðumsækjandi: Dr. Ingibjörg Svala Jónsdóttir (Professor, Líf-og Umhverfisvisindastofna), Dr. Guðrún Geirsdóttir (head of the Centre of Teaching and Learning), Sigdís Ágústdóttir (Project Manager within the Student Services at the School of Engineering and Natu.

Lýsing: Massive Open Online Courses (MOOCs) are an innovative educational tool that have the potential to reach out to many students. We propose to develop a pilot MOOC project at the University of Iceland. The sheep micro-MOOC will provide an ecological understanding as well as an overview of the socio-economic, historical and cultural context of sheep grazing in Iceland.

Lokaskýrsla

Vinnulag í háskólanámi