Styrkur í formi kennsluafsláttar til kennsluþróunar

Kennsluafsláttur til kennsluþróunar – styrkir fyrir skólaárið 2020-2021

Umsóknarfrestur er til mánudagsins 4. maí 2020

Kennslumálanefnd háskólaráðs auglýsir til umsóknar kennsluafslátt til kennsluþróunar á skólaárinu 2020-2021. Fastráðnir kennarar geta sótt um allt að 280 tíma ráðrúm til að sinna eigin kennsluþróun enda sé umbótavinnan í samræmi við Stefnu HÍ um gæði náms og kennslu 2018-2021 og styðji við áherslur viðkomandi deildar um uppbyggingu náms. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 4. maí nk.

Gert er ráð fyrir að veittir verði allt að 20 styrkir fyrir kennsluafslátt á haustmisseri 2020 eða vormisseri 2021. Á umsókn skal taka fram á hvoru misseri er sótt um.

Styrkleiðir eru tvenns konar:

  1. Kennarar geta sótt um 280 tíma kennsluafslátt til að sækja leiðbeiningu og stuðning hjá Kennslumiðstöð. Þeir sem hljóta styrk kennslumálanefndar fá mótframlag frá deild/fræðasviði, þ.e. styrkurinn nemur 140 tímum ásamt 140 tíma mótframlagi deildar/fræðasviðs.Veturinn 2020-2021 verður áfram lögð áhersla á að styðja við forgangsverkefni í stefnu um gæði náms og kennslu, s.s. rafrænum kennsluháttum, fjarnámi og endurgjöf. Kennarar sem hljóta styrkinn munu hittast reglulega á vinnufundum í Kennslumiðstöð. Stuðningur Kennslumiðstöðvar mun m.a. felast í námskeiðum í upphafi misseris (rafrænum og staðbundnum), og síðan vinnufundum og einstaklingsleiðbeiningu þar sem kennarar geta útfært með hvaða hætti þeir breyta eigin kennslu og/eða námskeiði. Endanlegt skipulag stuðnings Kennslumiðstöðvar verður ákveðið í samráði við þátttakendur í upphafi misseris.Mögulegt er að sækja um sama kennsluafslátt til kennsluþróunar með stuðningi frá öðrum háskóla eða stofnun innanlands (námskeið/leiðbeining) eða sækja rafræn kennslufræðileg námskeið og skal kennari þá lýsa þeim áformum í umsókninni.
  1. Kennarar geta sótt um 100 tíma kennsluafslátt og ferðastyrk til að sækja vinnustofur eða námskeið í kennsluþróun erlendis og leiðsögn frá Kennslumiðstöð að ferð lokinni. Upphæð ferðastyrks nemur allt að 300 þús. krónum og er gert ráð fyrir að mótframlagið frá deild sé í formi 100 tíma kennsluafsláttar.Í kjölfar námskeiðsins er gert ráð fyrir að kennarar fái stuðning frá Kennslumiðstöð til að breyta kennslu eða námskeiðum í takt við efni vinnustofunnar/námskeiðsins. Í umsókninni þarf kennari að lýsa áformum um hvernig námskeiðið verður nýtt til að breyta kennslu eða námskeiði við deildina.Styrkjum er ekki ætlað að standa undir því sem telja má eðlilega endurnýjun eða endurskoðun námskeiðs. Skilyrði fyrir styrkveitingu er að kennari miðli reynslu sinni til kennara deildarinnar.

Umsóknarferli og úthlutunarvinna

  1. Umsóknum skal skilað til kennslumálanefndar háskólaráðs fyrir mánudaginn 4. maí nkRafrænt umsóknareyðublað er aðgengilegt hér og berst Margréti Ludwig, netfang: ml@hi.is sem veitir allar nánari upplýsingar.
  2. Kennslunefndir fræðasviða taka við og forgangsraða umsóknum í samvinnu við fræðasviðsforseta/sviðsstjórnir fræðasviða.
  3. Kennslumálanefnd háskólaráðs tekur forgangsraðaðar umsóknir til umfjöllunar og endanlegrar afgreiðslu.

Við úthlutun verður leitast við að veita styrki til sem flestra deilda / námsbrauta og lýkur vinnu við úthlutun í síðasta lagi í lok maí.

-----------------------------------------------------

Reduction in teaching duties to facilitate pedagogical development – grants for the academic year 2020-2021

 

Reduction in teaching duties to facilitate pedagogical development – grants for the academic year 2020-2021

The University Council Academic Affairs Committee calls for applications for a reduction in teaching duties for the academic year 2020-2021 to facilitate pedagogical development. Permanent members of teaching staff may apply for up to 280 hours to pursue their own pedagogical development, in accordance with the UI Quality Enhancement Strategy for Teaching and Learning 2018-2021 and the relevant faculty's priorities for the development of study programmes. The application deadline is up to and including Monday, May 4th 2020.

There are up to 20 grants available to allow reductions in teaching duties in the autumn semester 2020 or the spring semester 2021. Applicants must state which semester they are applying for.

There are two funding paths:

  1. Teaching staff may apply for a 280-hour reduction in teaching duties in order to receive guidance and support from the Centre for Teaching and Learning. Those who receive a grant from the Academic Affairs Committee receive a matching grant from the faculty/school, i.e. the grant is 140 hours, plus 140 hours in a matching grant from the faculty/school.For the winter of 2020-2021, emphasis will continue to be placed on supporting projects prioritised in the Quality Enhancement Strategy for Teaching and Learning, e.g. online teaching methods, distance learning, and feedback. Teaching staff who receive a grant will meet regularly for workshops at the Centre for Teaching and Learning. Support from the Centre for Teaching and Learning involves e.g. courses at the beginning of the semester (online and on-campus), followed by workshops and individual guidance helping teaching staff to develop a concrete plan for changing their own teaching and/or a course. The final details of support from the Centre for Teaching and Learning will be determined in consultation with participants at the beginning of the semester.It is possible to apply for the same reduction in teaching duties to facilitate pedagogical development supported by another Icelandic university or institution (course/guidance) or to participate in an online pedagogical course – teaching staff must detail their intentions in the application.
  1. Teaching staff may apply for a 100-hour reduction in teaching duties and a travel grant in order to attend a pedagogical development workshop or course abroad and receive guidance from the Centre for Teaching and Learning after the trip. The travel grant is up to ISK 300 thousand and the faculty is expected to contribute a matching grant in the form of a 100-hour reduction in teaching duties.After the course, the teacher will receive support from the Centre for Teaching and Learning in order to make changes to teaching or courses in line with the content of the workshop/course. Teaching staff must provide details of how they plan to use the course to change teaching or a course at the faculty.These grants are not intended to fund what would be considered a standard update or review of a course. Grant recipients are required to share their experiences with other teaching staff at the faculty.

Application process and grant allocation

  1. Applications shall be submitted to the University Council Academic Affairs Committee by Monday, 4 MayElectronic application form is accessible here and completed forms are sent to Margrét Ludwig, who will provide any further information, at ml@hi.is.
  2. School teaching committees shall receive applications and rank them in order of priority, in cooperation with the school dean / board.
  3. The University Council Academic Affairs Committee shall receive the ranked applications, discuss them and make the final decisions on grant allocation.

The Academic Affairs Committee will seek to allocate grants to as many faculties/departments as possible and decisions will have been finalised by the end of May at the latest.