Kennslumálasjóður

Hlutverk Kennslumálasjóðs Háskóla Íslands er að stuðla að nýmælum í kennsluháttum og endurbótum á kennslu við háskólann.

Styrkir eru veittir til einstakra fræðasviða, háskóladeilda, námsbrauta eða hópa kennara sem vilja þróa kennsluhætti, gæðameta kennslu eða auka færni kennara í starfi.