Kennslumálasjóður 2018 B-leið

Móttaka nýnema á Verkfræði- og náttúruvísindasviði

Umsækjandi: Anna Helga Jónsdóttir

Deild: Raunvísindadeild

Meginmarkmið verkefnisins er að aðstoða nýnema á Verkfræði- og náttúruvísindasviði að hefja nám á sviðinu. Til að ná árangri í námi við sviðið er mikilvægt að nemendur hafi góða þekkingu á framhaldsskólastærðfræði en sé hún ekki til staðar er hætt við að nemendur hætti í náminu. Í verkefninu verður einnig hugað að félagslega þætti þess að hefja nám á háskólastigi.

Lokaskýrsla

Akademískir ráðgjafar

Umsækjandi: Kolbrún Þ. Pálsdóttir

Deild: Deild heilsueflingar, íþrótta og tómstunda

Verkefnið felst í að efla utanumhald og stuðning við námsframvindu og velgengni nemenda í deild Heilsueflingar, íþrótta og tómstunda (HÍT deild) og er unnið í samstarfi við náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands (NSHÍ). Nemendur fá skipaðan akademískan ráðgjafa úr hópi kennara þegar nám hefst. Jafnframt er nemendum reglulega boðið upp á framvindufundi með kennurum og/eða náms- og starfsráðgjöfum.

Mæling námsskeiða í einingum

Umsækjandi: Anna Dóra Sæþórsdóttir

Deild: Líf- og umhverfisvísindadeild

Markmiðið er annars vegar að fara yfir öll námskeið deildarinnar og reikna út hvort kennsla og námsefni sé í samræmi við stærð þeirra í einingum og bæta úr í þeim námskeiðum þar sem ekki er samræmi. Hins vegar er ætlunin að jafna vinnuálag á nemendur yfir misserið með því að kennarar hittist fyrir upphaf misserisins og fari yfir skipulag námskeiða.