Erasmus+ styrkir fyrir kennara

Skrifstofa alþjóðasamskipta kallar eftir umsóknum um Erasmus+ styrki til kennara- og starfsmannaskipta vegna ferða sem farnar eru á tímabilinu júlí 2020 til og með september 2021. Um er að ræða ferða- og dvalarstyrki og skal dvölin vara í tvo til sextíu daga.

Vakin er athygli á að deildir Háskólans geta sótt um styrki til að bjóða aðilum úr atvinnulífinu innan Evrópu til að sinna gestakennslu og þar með eflt tengsl Háskólans og atvinnulífsins.

Kennsluáætlun/starfsþjálfunaráætlun (mobility agreement) þarf að vera undirrituð af umsækjanda og yfirmanni hans, undirskrift móttakanda má koma síðar. Styrkir eru á bilinu 140€ til 180€ á dag og ferðastyrkir 275€ til 820€. Upphæð fer eftir móttökulandi.

Umsóknarfrestur er 15. maí 2020.

Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð

Komdu við eða bókaðu viðtalstíma 
Starfsfólki er velkomið að koma við á Skrifstofu alþjóðasamskipta á opnunartíma og fá upplýsingar um kennara- og starfsmannaskipti en einnig er hægt að bóka viðtalstíma dagana 17.-19. mars frá kl. 9.30-12.00.

Bóka viðtalstíma

Skrifstofa alþjóðasamskipta veitir nánari upplýsingar:
ask@hi.is
aslaugj@hi.is
525 4311 / 525 4997