Vinnuferli formlega sjálfsmatsins
- Fundur sjálfsmatshóps með gæðanefnd til þess að hrinda sjálfsmati úr vör. Þar kynnir sjálfsmatshópurinn tímaáætlun sína vegna sjálfsmats (byrjun sept/jan).
- Rýnihópavinna á vegum FVS – skil á skýrslu (lok sept/jan).
- Þýðing á rýnihópaskýrslum (okt/febr).
- Fyrstu drög að sjálfsmatsskýrslu liggja fyrir eigi síðar en rúmum tveimur vikum fyrir fyrirhugaða heimasókn erlendra sérfræðinga – send gæðastjóra til staðfestingar
- Skýrsla send erlendum sérfræðingum eigi síðar en tveimur vikum fyrir heimsókn.
Gæðanefnd og KEMST fá skýrsluna einnig til yfirlestrar og athugasemda. - Heimsókn erlendra sérfræðinga í samræmi við settan ramma. Deildarforseti ber ábyrgð á stjórnun og skipulagi sjálfra fundanna (apríl/nóv).
- Skil erlendra sérfræðinga á fyrstu drögum að skýrslu þremur vikum eftir heimsókn.
- Sjálfsmatshópur skilar lokadrögum að sjálfsmatsskýrslu til gæðastjóra til yfirlestrar og staðfestingar (maí/desember).
- Lokafrágangur skýrslu og opinnar útgáfu. Skilað til gæðaráðs og opin útgáfa sett á vef Háskóla Íslands (júní/janúar).
Tímalína
Upphaf | Atriði | Markmið | Þátttakendur | Lok | Ábyrgð |
Sept/jan | Fundur sjálfsmatshóps og gæðanefndar | Formlegt upphaf sjálfsmats og kynning á tímalínu deildar í sjálfsmati. | Gæðanefnd, sjálfsmatshópur deildar, gæðastjóri | Sept/jan | Gæðastjóri, deildarforseti |
Sept/jan | Rýnihópavinna | Fá fram viðhorf nemenda til gæði náms og námsumhverfis. Félagsvísindastofnun skilar skýrslum til deildarforseta | Valdir fulltrúar nemenda og starfsmenn Félagsvísindastofnunar | Sept/jan | Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, deildarforsetar og fulltrúi stúdenta í sjálfsmatshópnum |
Sept/jan | Ensk útgáfa rýnihópaskýrslna | Þýða skýrslur á ensku | Enskuþýðandi Háskóla Íslands | Okt/feb | Gæðastjóri |
Sjálfsmatsskýrsla, 1. drög | Skýrslu skilað til gæðastjóra eigi síðar en þremur vikum fyrir áætlaða heimsókn erlendra sérfræðinga og síðan send erlendu sérfræðingunum eigi síðar en tveimur vikum fyrir heimsókn | Sjálfsmatshópur | Nóv/mars | Deildarforseti | |
Nóv/mars | Yfirlestur 1. draga | Gæðanefnd og Kennslumiðstöð lesa fyrstu drög og koma með athugasemdir | Gæðanefnd, þ.m.t. fulltrúi Miðstöðvar framhaldsnáms og starfsmenn Kennslumiðstöðvar | Tveimur vikum eftir skil | Gæðastjóri |
Apríl/nóv | Undirbúningur heimsóknar | Undirbúa fundaráætlun og dagskrá einstakra funda eftir atvikum | Gæðastjóri,sjálfsmats-hópur | Apríl/nóv | Gæðastjóri/ deildarforseti |
Apríl/Nóv | Heimsókn erlendra sérfræðinga | Mat á trúverðugleika sjálfsmatsins og leiðbeiningar til deilda um umbætur. Skýrslu skilað tveimur vikum eftir heimsókn. | Sjálfsmatshópur, kennarar, nemendur | Apríl/nóv | Gæðastjóri, deildarforseti |
Maí/des | Sjálfsmatsskýrsla, lokadrög | Skýrslu skilað til gæðastjóra til lokayfirlestrar og staðfestingar | Sjálfsmatshópur | Maí/des | Deildarforseti |
Júní/jan | Sjálfsmatsskýrsla, endanleg útgáfa | Sjálfsmatsskýrslu skilað til gæðaráðs og opin útgáfa sett á heimasíðu HÍ. | Júní/jan | Gæðastjóri |