Undirbúningur sjálfsmats
Fer fram misserið áður en formlegt sjálfsmat hefst
- Kynningarfundur með sviðsstjórn (þegar fyrstu deildir fara í sjálfsmat) (jan/sept).
- Hefja undirbúning að leit að erlendum sérfræðingum (jan/sept).
- Kynningarfundir með viðkomandi deild (febr/okt).
- Virkja Sigurð Inga til þess að finna tölfræði fyrir námsleiðir í viðkomandi deild (lokið mars/okt).
- Virkja starfsmannasvið til þess að finna tölfræði fyrir mannahaldið (mars/okt).
- Ganga frá sniðmáti fyrir sjálfsmatsskýrslu (mars/okt).
- Virkja Kennslumiðstöð vegna yfirferðar á hæfniviðmiðum (mars/okt).
- Virkja Félagsvísindastofnun vegna gerðar skýrslu úr viðhorfskönnunum nemenda s.l. ár (mars/okt)
- Óformlegur kynningarfundur allra deildarforseta og verkefnisstjóra/gæðastjóra á sviðinu með gæðastjóra og fulltrúum Kennslumiðstöðvar og Félagsvísindastofnunar, þar sem stuðningur við sjálfsmat einstakra námsleiða (einkum kafli 2.n.2) er ræddur og ákveðinn (apríl/nóv).
- Skipan sjálfsmatshópa (apríl/nóv).
- Gerð tímaáætlunar fyrir sjálfsmat þar sem tekinn er frá tími fyrir þá sem að sjálfsmatinu koma (maí/des).
- Formleg skipan erlendra sérfræðinga og staðfesting á tíma fyrir heimsókn (maí/des).
Tímalína
Upphaf | Atriði | Markmið | Þátttakendur | Lok | Ábyrgð |
Jan/sept | Kynningarfundur í sviðsstjórn | Upplýsa alla í sviðsstjórn um fyrirhugað sjálfsmat deilda (þegar fyrstu deildir fara í sjálfsmat) | Sviðsstjórn | Jan/sept | Gæðastjóri og sviðsforseti |
Jan/sept | Val á erlendum sérfræðingum | Finna erlenda sérfræðinga og leggja fyrir gæðanefnd til samþykktar | Apr/Nóv | Sviðsforseti og gæðastjóri sviðs ef við á | |
Feb/okt | Kynningarfundur í deild | Upplýsa alla í deild um fyrirhugað sjálfsmat | Allir starfsmenn deildar og fulltrúar nemenda | Feb/okt | Gæðastjóri og deildarforseti |
Jan/sept | Öflun tölfræði v/ námsleiða | Tína til upplýsingar um nemendur fyrir einstakar námsleiðir | mars/okt | Sigurður Ingi Árnason og gæðastjóri | |
Jan/sept | Öflun tölfræði um starfsmenn | Finna upplýsingar um fasta starfsmenn | Mars/okt | Starfsmannasvið og gæðastjóri | |
Mars/okt | Sniðmát sjálfsmatsskýrslu | Færa allar viðeigandi upplýsingar inn í sniðmát og afhenda deildarforseta | Mars/okt | Gæðastjóri | |
Jan/sept | Virkja Kennslumiðstöð | Yfirferð hæfniviðmiða fyrir einstakar námsleiðir og námskeið | Elva Björg Einarsdóttir fyrir öll fræðasvið nema Heilbrigðisvísindasvið en þar fer Ásta Bryndís Schram yfir hæfniviðmiðin | Mars/okt | Guðrún Geirsdóttir |
Jan/sept | Virkja Félagsvísindastofnun | Gerð skýrslu úr viðhorfskönnunum nemenda s.l. 5 ár | Starfsmenn Félagsvísindastofnunar | Mars/okt | Guðbjörg Andrea Jónsdóttir |
Mars/okt | Kynningarfundur | Nánari lýsing á verkefninu og kynning á aðkomu Kennslumiðstöðvar að sjálfsmati einstakra námsleiða (einkum kafla 2.n.2) er rædd og ákveðin | Deildarforsetar allra deilda á sama sviði, verkefnisstjórar/ gæðastjóri sviðs, starfsmenn Kennslumiðstöðvar og gæðastjóri Háskóla Íslands | Mars/okt | Gæðastjóri, Guðrún Geirsdóttir |
Mars/okt | Skipan sjálfsmatshóps | Finna viðeigandi aðila í sjálfsmatshópinn (sjá leiðbeiningar) | Apríl/nóv | Deildarforseti | |
Maí/des | Tímaáætlun sjálfsmats | Vinna tímaáætlun og taka frá tíma fyrir þá sem að verkinu munu koma | Sjálfsmathópurinn | Maí/des | Deildarforseti |
Maí/des | Skipan erlendra sérfræðinga | Gengið frá erindisbréfi fyrir erlenda sérfræðinga og tími heimsóknar staðfestur | Deildarforseti, sjálfsmatshópur, gæðastjóri Háskóla Íslands | Maí/des | Gæðastjóri |