Mentor

Það er alltaf áskorun að takast á hendur nýtt starf og mikilvægt að vinnustaðurinn taki vel á móti nýju starfsfólki og bjóði því stuðning í ferlinu. Háskóli Íslands styður við starfsþróun nýrra kennara í kennslu og rannsóknum með því að bjóða þeim mentor til leiðsagnar fyrstu árin og námskeið í kennslufræði háskóla til að byggja grunn að faglegri nálgun í kennslu.

Mentorakerfi er við Háskóla Íslands og hefur verið í nokkur ár. Nýir kennarar geta fengið úthlutað reyndari kennara sem styður við þá fyrstu eitt til tvö misserin. Mentorakerfið tilheyrir fræðasviðum og halda starfsmálastjórar fræðasviðanna utan um það. Hafa skal samband við þá ef nýr kennari hefur hug á að fá mentor sér til halds og trausts.

Frekari upplýsingar um starfsmannastjóra fræðasviða má fá með því að skrifa starfsheitið inn í leit að starfsmanni á forsíðu vefs Háskóla Íslands.