Stuðningur

Hér er upplýsingar um þann stuðning og þjónustu sem kennarar Háskóla Íslands geta fengið frá Kennslumiðstöð. Einnig er bent á þær bjargir sem aðrar deildir og svið bjóða kennurum upp á.


Stuðningur við kennslu og námsmat

Kennslumiðstöð býður kennurum Háskóla Íslands upp á stuðning við undirbúningu kennslu og námsmats. Verkefnastjórar Kennslumiðstöðvar bjóða kennurum upp á ráðgjöf varðandi ýmislegt sem kennarar þurfa að taka ákvarðanir um. Þetta getur verið kennsluáætlun, tímaáætlun, hæfniviðmið, kennsluaðferðir, tegundir námsmats, endurgjöf og annað sem kennarar vilja fá stuðning við.

Varðandi staðnámspróf og rafræn próf í kerfinu Inspera, þá býður Prófaskrifstofa Háskóla Íslands upp á stuðning við þau.

Varðandi rafræn próf í kerfinu Canvas þá býður Deild rafrænna kennsluhátta upp á stuðning við þau.

Ef þér finnst vanta fræðsluefni hér á vefinn máttu senda okkru ábendingu á vefslóðina: kennslumidstod@hi.is. Ef þú átt efni sem þú ert tilbúin(n) að deila til annara kennara þá getum við birt það eða tengt í það frá vefsíðunni.


Vantar þig aðstoð?

Kennslusvið og Upplýsingatæknisvið bjóða kennurum upp á bæði kennslufræðilegan og tæknilegan stuðning. Hægt er að senda fyrirspurnir, beiðni um kennslu og aðra aðstoð í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs en starfsmenn Kennslusviðs (Deild rafrænna kennsluhátt og Kennslumiðstöð) eru einnig tengdir henni. Erindi sem berast í gegnum Þjónustugáttina berast því til þeirra starfsmanna sem eru best fallnir til að veita þá þjónustu sem beðið er um.

Upplýsingatæknisvið og Deild rafrænna kennsluhátta svara fyrirspurnum sem tengjast notkun upplýsingatækni í kennslu (help@hi.is) og Kennslumiðstöð svarar fyrirspurnum sem tengjast kennsluþróun og kennslufræðilegum málefnum (kennslumidstod@hi.is)

Þá er einnig hægt að senda tölvupóst á kennslumidstod@hi.is, hringja í Kennslumiðstöð í síma: 525-4447 eða ákveðna starfsmenn miðstöðvarinnar. Þá er einnig hægt að hringja í notendaþjónustu Upplýsingatæknisviðs í síma: 525-5550. Hnappur fyrir netspjall er neðst í hægra horni vefsíðu Háskólans.