Stuðningur

Hér er upplýsingar um þann stuðning og þjónustu sem kennarar Háskóla Íslands geta fengið frá Kennslumiðstöð. Einnig er bent á þær bjargir sem aðrar deildir og svið bjóða kennurum upp á.


Aðstoð við kennslu og námsmat

Kennslumiðstöð og Deild rafrænna kennsluhátta eru deildir undir Kennslusviði og er starfsfólk þessara deilda ásamt starfsfólki á Upplýsingatæknisvið að búa til viðbótar leiðbeiningar um upptökur, fjarfundi, fjarkennslu, námsmat og annað sem getur hjálpað kennurum að kenna rafrænt.

Það er ljóst að þetta er mikil áskorun og starfsfólk þessara sviða gerir sitt besta til að búa til fræðsluefni fyrir kennara. Ef þú finnur ekki það efni sem þig vantar sendu þá póst á kennslumidstod@hi.is og láttu vita. Einnig ef þú átt efni til að deila til annarra kennara. Við getum tengt í það eða birt á vefsíðu Kennslumiðstöðvar.


Stuðningur vegna lokunar Háskóla Íslands

Vegna tímabundinnar lokunar Háskóla Íslands frá 16. mars 2020 þá þurfa margir kennarar að breyta kennsluháttum og þurfa því meiri og öðruvísi stuðning en á öðrum tímum.

Kennslusvið er með upplýsingar um stuðning og tengla á fræðsluefni á innri vef skólans Uglu Þjónusta við kennara. Háskóli Íslands miðlar upplýsingum á vefsíðu sinni um viðbúnað vegna Covid 19 og viðbragðsáætlun.


Vantar þig aðstoð?

Kennslusvið og Upplýsingatæknisvið bjóða kennurum upp á bæði kennslufræðilegan og tæknilegan stuðning. Hægt er að senda fyrirspurnir, beiðni um kennslu og aðra aðstoð í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs en starfsmenn Kennslusviðs eru einnig tengdir henni. Erindi sem berast í gegnum Þjónustugáttina berast því til þeirra starfsmanna sem eru best fallnir til að veita þá þjónustu sem beðið er um.

Þá er einnig hægt að senda tölvupóst á setberg@hi.is, hringja í Kennslumiðstöð í síma: 525-4447 eða ákveðna starfsmenn miðstöðvarinnar. Þá er einnig hægt að hringja í notendaþjónustu Upplýsingatæknisviðs í síma: 525-5550. Hnappur fyrir netspjall er neðst í hægra horni vefsíðu Háskólans.


Spurt og svarað um kennslu og rafræn verkfæri

Það eru margir kennarar að leita eftir svörum varðandi kennslufræðileg málefni.

Við í Kennslumiðstöð ákváðum því að að búa til spurt og svarað síðu, í þeirri von að svörin nýtist fleiri kennurum.