Stefna Háskóla Íslands um gæði náms og kennslu 2018-2021

Í HÍ21 er lögð áherla á að ,,gæði náms og kennslu fái aukið vægi og stuðning í starfi skólans”. Stefna Háskóla Íslands um gæði náms og kennslu 2018-2021 var sett í nóvember 2018 og er ætlað að styðja við HÍ21. Þar eru sett fram markmið og aðgerðir er kallast á við aðrar stefnur og áætlanir skólans. Stefnuna má nálgast í heild á Uglu. En einnig hér til niðurhals á pdf-formi.

Mynd: Elva Björg Einarsdóttir

Markmið stefnunnar eru þríþætt og þeim er fylgt eftir með aðgerðaáætlun.
1. Innan HÍ er öflugt námssamfélag nemenda og kennara
2. Gæði náms og kennslu eru í öndvegi í starfi skólans
3. HÍ þjónar fjölbreyttu samfélagi með því að bjóða upp á margvíslegar leiðir til náms

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands er í forsvari fyrir endurgjafrhluta stefnunnar og leggur ríka áherslu á að vinna náið með fræðasviðum og deildum og gera góða starfshætti skólans sýnilega á vefsíðu sinni. Þá er Tímarit Kennslumiðstöðvar 2019 er tileinkað námsmati og endurgjöf.