Sjálfsmat deilda

Sjálfsmat deilda er unnið sem hluti af rammáætlun gæðaráðs háskóla um eflingu gæða (QEF). Markmið þess er að deild geti sýnt fram á að gæði (i) námsumhverfis nemenda (the quality of the learning experience of its students), (ii) prófgráðna (the safeguarding of the standards of its awards), og (iii) umsýslu rannsókna (the management of the research) séu tryggð með kerfisbundnum hætti. Á grundvelli greiningar í sjálfsmatsferlinu þurfa deildir síðan að skilgreina aðgerðir og leiðir til úrbóta sé einhverju ábótavant.

Við greiningu á fyrstu tveimur atriðunum er stuðst við evrópsk viðmið og kröfur frá 2015 (ESG 2015) en ráðgjafarnefnd gæðaráðs um rannsóknir hefur nú lagt fram leiðbeiningar við mat á þriðja atriðinu.

Mjög mikilvægt er að vanda vel skilgreiningar á umbótaaðgerðum svo unnt sé að innleiða þær og meta hvort þær hafi skilað tilskildum árangri. Mælt er með því að stuðst sé við SMART hugmyndafræði, þ.e. aðgerðir þurfa að vera:

S          Sértækar og skýrt afmarkaðar (e. Specific)
M         Mælanlegar – þ.e. hvort hægt sé að leggja mat á hvort þær hafi náðst eða ekki (e. Measurable)
A          Ábyrgðaraðili skýrt skilgreindur (e. Assignable)
R          Raunhæfar – þ.e. aðgerðir sem hægt er að með góðu móti (e. Realistic)
T          Tímasettar (e. Time related)

Í þessu felst að mikilvægt er að gert sé ráð fyrir tíma til þess að hrinda aðgerðum í framkvæmd eftir atvikum.

Fyrir liggja, auk ESG 2015, handbók gæðaráðs og leiðbeiningar gæðanefndar háskólaráðs um hvernig standa beri að ritun sjálfsmatsskýrslunnar, en deildir fá sniðmát fyrir skýrsluna sem í hafa verið færðar tölulegar upplýsingar um nemendur í hverri námsleið og um starfsmenn.

Kennslumiðstöð (KEMST) aðstoðar við námskrárvinnu, þ.e. veitir stuðning við mat á hæfniviðmiðum námsleiða og námskeiða auk gerðar hrísltöflu fyrir hverja námsleið. Félagsvísindastofnun (FVS) tekur saman upplýsingar um viðhorfskannanir nemenda fyrir deild og einstakar námsleiðir þar sem nægileg gögn eru fyrir hendi s.l. fimm ár. Stýrir auk þess rýnihópavinnu fyrir grunnnema annars vegar og framhaldsnema hins vegar til frekari greiningar á námsánægju og skilar skýrslum úr rýnihópavinnunni.

Skipulag sjálfsmatsins er að öðru leyti á ábyrgð deildar og sjálfsmatshóps hennar.

Tímalína sjálfsmats

Tímalína til niðurhals

Upphaf Atriði Markmið Þátttakendur Lok Ábyrgð
A.         Undirbúningur misserið áður en formlegt sjálfsmat hefst      
Jan/sept Kynningarfundur í sviðsstjórn Upplýsa alla í sviðsstjórn um fyrirhugað sjálfsmat deilda (þegar fyrstu deildir fara í sjálfsmat) Sviðsstjórn Jan/sept Gæðastjóri og sviðsforseti
Jan/sept Val á erlendum sérfræðingum Finna erlenda sérfræðinga og leggja fyrir gæðanefnd til samþykktar Apr/Nóv Sviðsforseti og gæðastjóri sviðs ef við á
Feb/okt Kynningarfundur í deild Upplýsa alla í deild um fyrirhugað sjálfsmat Allir starfsmenn deildar og fulltrúar nemenda Feb/okt Gæðastjóri og deildarforseti
Jan/sept Öflun tölfræði v/ námsleiða Tína til upplýsingar um nemendur fyrir einstakar námsleiðir mars/okt SIÁ og gæðastjóri
Jan/sept Öflun tölfræði um starfsmenn Finna upplýsingar um fasta starfsmenn Mars/okt Starfsmannasvið og gæðastjóri
Mars/okt Sniðmát sjálfsmatsskýrslu Færa allar viðeigandi upplýsingar inn í sniðmát og afhenda deildarforseta Mars/okt gæðastjóri
Jan/sept Virkja KMST Yfirferð hæfniviðmiða fyrir einstakar námsleiðir og námskeið Starfsmenn KEMST Mars/okt GG
Jan/sept Virkja FVS Gerð skýrslu úr viðhorfskönnunum nemenda s.l. 5 ár Starfsmenn FVS Mars/okt GAJ
Mars/okt Kynningarfundur Nánari lýsing á verkefninu og kynning á aðkomu KMST að sjálfsmati einstakra námsleiða (einkum kafla 2.n.2) er rædd og ákveðin Deildarforsetar allra deilda á sama sviði, verkefnisstjórar/ gæðastjóri sviðs, starfsmenn KEMST og gæðastjóri HÍ Mars/okt Gæðastjóri, GG
Mars/okt Skipan sjálfsmatshóps Finna viðeigandi aðila í sjálfsmatshópinn (sjá leiðbeiningar) Apríl/nóv Deildarforseti
Maí/des Tímaáætlun sjálfsmats Vinna tímaáætlun og taka frá tíma fyrir þá sem að verkinu munu koma Sjálfsmathópurinn Maí/des Deildarforseti
Maí/des Skipan erlendra sérfræðinga Gengið frá erindisbréfi fyrir erlenda sérfræðinga og tími heimsóknar staðfestur Deildarforseti, sjálfsmatshópur, gæðastjóri HÍ Maí/des Gæðastjóri
B.          Formlegt sjálfsmat hefst skv. áætlun      
Sept/jan Fundur sjálfsmatshóps og gæðanefndar Formlegt upphaf sjálfsmats og kynning á tímalínu deildar í sjálfsmati. Gæðanefnd, sjálfsmatshópur deildar, gæðastjóri Sept/jan Gæðastjóri, deildarforseti
Sept/jan Rýnihópavinna Fá fram viðhorf nemenda til gæði náms og námsumhverfis. FVS skilar skýrslum til deildarforseta Valdir fulltrúar nemenda og starfsmenn FVS Sept/jan GAJ, deildarforset og fulltrúi stúdenta í sjálfsmatshópnum
Sept/jan Ensk útgáfa rýnihópaskýrslna Þýða skýrslur á ensku Enskuþýðandi HÍ Okt/feb Gæðastjóri
Sjálfsmatsskýrsla, 1. drög Skýrslu skilað til gæðastjóra eigi síðar en þremur vikum fyrir áætlaða heimsókn erlendra sérfræðinga og síðan send erlendu sérfræðingunum eigi síðar en tveimur vikum fyrir heimsókn Sjálfsmatshópur Nóv/mars Deildarforseti
Nóv/mars Yfirlestur 1. draga Gæðanefnd og KEMST lesa fyrstu drög og koma með athugasemdir Gæðanefnd, þ.m.t. fulltrúi MF, og starfsmenn KEMST Tveimur vikum eftir skil Gæðastjóri
Apríl/nóv Undirbúningur heimsóknar Undirbúa fundaráætlun og dagskrá einstakra funda eftir atvikum Gæðastjóri,sjálfsmats-hópur Apríl/nóv Gæðastjóri/ deildarforseti
Apríl/Nóv Heimsókn erlendra sérfræðinga Mat á trúverðugleika sjálfsmatsins og leiðbeiningar til deilda um umbætur. Skýrslu skilað tveimur vikum eftir heimsókn. Sjálfsmatshópur, kennarar, nemendur Apríl/nóv Gæðastjóri, deildarforseti
Maí/des Sjálfsmatsskýrsla, lokadrög Skýrslu skilað til gæðastjóra til lokayfirlestrar og staðfestingar Sjálfsmatshópur Maí/des Deildarforseti
Júní/jan Sjálfsmatsskýrsla, endanleg útgáfa Sjálfsmatsskýrslu skilað til gæðaráðs og opin útgáfa sett á heimasíðu HÍ. Júní/jan Gæðastjóri
C.         Eftirfylgni sjálfsmats      
Ág/mars Stuðningur við kennsluþróun KMST virkjuð til þess að styðja við skilgreiningar á hæfniviðmiðum og frekari kennsluþróun þar sem þess reynist þörf,sbr. aðgerðaráætlanir Starfsmenn KEMST og kennarar Deildarforseti
Ág/mars Virkjun aðgerðaráætlunar Endanlegur frágangur á aðgerðaráætlun og innleiðing hennar komið í formlegt ferli á vettvangi deildar Kennarar Deildarforseti
Skýrsla til sviðsforseta Greinargerð um stöðu innleiðingar á árinu og áætluð verkefni á næsta ári. Deildarráð Lok nóv Deildarforseti