Starfsþróun

adult-brainstorming-business-440588

Það er alltaf áskorun að takast á hendur nýtt starf og mikilvægt að vinnustaðurinn taki vel á móti nýju starfsfólki og bjóði því stuðning í ferlinu. Háskóli Íslands styður við starfsþróun nýrra kennara í kennslu og rannsóknum með því að bjóða þeim mentor til leiðsagnar fyrstu árin og námskeið í kennslufræði háskóla til að byggja grunn að faglegri nálgun í kennslu.

Háskólakennurum býðst að sækja einingabær námskeið í námsleiðinni kennslufræði  háskóla sem er 30 eininga viðbótardiplóma á meistarastigi. Námið styður við kennara sem hafa ekki kennslufræðilegan grunn og styrkir þá í starfi sínu sem háskólakennara. Kennarar ákveða hvort þeir vilja sækja einstök námskeið eða ljúka diplómunni.