Rafræn skrifspjöld eru hagkvæmur kostur fyrir kennara sem vilja koma handskrifuðu efni til skila á rafrænan hátt. Skrifspjöldin eru tengd tölvu með usb tengi og kemur það sem skrifað er samstundis fram á tölvuskjánum. Spjöldin geta nýst til gerðar námsgagna fyrir vef, komið í stað töflu í kennslustundum og henta vel til þess að skriflegar athugasemdir og glósur í kennslustundum skili sér til fjarnema. Hér er að finna myndband er sýnir kosti skrifspjaldsins: