Skipulag námskeiða er einn af lykilþáttum í námi og nær yfir ferlið frá samningu hæfniviðmiða til námsmats. Misjafnt er hvernig kennarar nálgast skipulag námskeiða en samkvæmt nemenda- eða námsmiðaðri sýn sem stuðst er við í Bolognasamkomulagi Evrópuþjóða, er mikilvægt að skoða allt skipulag, námsframvindu, námsmat og vinnu nemenda út frá hæfniviðmiðum og því hefst vinnan við skipulag námskeiða þar.

Hér til hliðar er veftré sem veitir aðgang að frekari skipulagningu námskeiða, en þar er m.a. fjallað um hvers vegna kennsluáætlanir eru mikilvægar; hvernig semja eigi hæfniviðmið og nota þau í kennslu og námsmati; hvernig reikna megi út vinnuálag; hversu mikilvægt það er að taka tillit til jafnréttissjónarmiða og hér er kynntur til leiks jafnréttisgátlisti í kennslu; og að lokum umfjöllun og leiðbeiningar um kennslukerfi á neti, þ.e. Uglu og Moodle, sérkenni þeirra og notkunarmöguleika.