Þjónusta Kennslumiðstöðvar vegna sjálfsmats deilda

Kennslumiðstöð Háskóla Íslands býður deildum sem fara í gæðamatsúttektir upp á aðstoð við að hlusta eftir röddum nemenda. Ferli matsins er eftirfarandi: Á samráðsfundi deildar og Kennslumiðstöðvar er farið yfir það hvað það er öðru fremur sem deildir vilja hlusta eftir hjá nemendum sínum. Skoðuð eru fyrirliggjandi gögn, t.a.m. könnun Félagsvísindastofnunar fyrir HÍ og kennslustefna deildar eða fræðasviðs. Þá eru aðferðir til gagnaöflunar ræddar þ.e. hentar að hafa rýnihópa, fulltrúa nemendahópa, matshringi þar sem farið er inn í námskeið og ákveðnar spurningar ræddar í nemendahópum, heimskaffi (world café) þar sem nemendur ræða saman í hópum eða viðtöl. Farið er yfir kostnað við matið og hlutverk deildar sem er m.a. að fá nemendur til að taka þátt í könnuninni.

Í sniðmáti fyrir sjálfsmatsskýrslu (QEF2) er að finna greinagóða lýsingu á þeim viðfangsefnum sem deildir Háskóla Íslands þurfa að huga að í sjálfsmatsferlinu. Stuðningur Kennslumiðstöðvar snýr fyrst og fremst að því að aðstoða námsbrautir við að gera grein fyrir gæðum námsleiða sbr. kafla 2 Departments and Study Programmes.

Hér er að finna yfirlit yfir þann stuðning sem deildir geta sótt til Kennslumiðstöðvar vegna sjálfsmatsins og það verklag sem Kennslumiðstöð leggur til að sé fylgt

Samráðsfundur með námsbraut

 1. Athugun á niðurstöðum síðasta sjálfsmats (og könnun á fleiri gögnum s.s. könnunum Félagsvísindastofnunar, kennslukönnunum o.fl.)
 2. Mat á stöðu námskrárgerðar í námsbrautininni: Hvenær fór síðast fram umræða/endurskoðun á námskeiðum og námsleið? Eru til hrísltöflur (yfirlit yfir námskeið og stíganda)? Hverjir hafa komið að námskrárgerð (kennarar, nemendur, aðrir hagsmunaaðilar)?

Úttekt á stöðu hæfniviðmiða námsleiða og einstakra námskeiða

 1. Hæfniviðmið eru mikilvæg tæki í námskrárgerð og má nýta til að draga fram áherslur í námskeiðum svo og lýsa þeirri hæfni sem nemendur búa yfir við námslok. Starfsmenn Kennslumiðstöðvar gera úttekt á hæfniviðmiðum námskeiða og lokaviðumiðum námsleiðar og benda á leiðir til úrbóta ef þarf.

Vinnustofa um námskrárgerð

 1. Í vinnustofunni er fjallað um gerð s.k. hrísltöflu sem er kortlagning yfir námskeið námsleiða. Við slíka kortlagningu er sérstaklega hugað að samsvörun námskeiða við lokaviðmið námsleiðar, stíganda í námi og hvort finna megi óþarfa skörun eða skallabletti í námskránni.
 2. Viðfangsefni:
  1. Lokaviðmið námsleiða (hafa orðið breytingar á grein, nemendahópi, samfélagi, atvinnulífi?)
  2. Hrísltöflugerð (vinnulag, viðmið og niðurstöður).
  3. Tengsl hæfniviðmiða, kennslu og námsmats.

Vinnustofa um námsmiðaða kennsluhætti og samhæfða námskrárgerð

 1. Á vinnustofunni er fjallað um hvað einkennir námsmiðaða kennsluhætti og samhæft námsskipulag (þar sem er að finna samsvörun á milli settra hæfniviðmiða námskeiðs, kennsluhátta og námsmats).

Ráðgjöf við áframhaldandi námskrárvinnu/yfirlestur á sjálfsmatsskýrslu