Pörunarspurningar (e. matching exercises) geta nýst þokkalega í sumum tilvikum. Það á t.d. við þegar meta á þekkingu á tilteknum atriðum sem tengjast innbyrðis, t.d. orð/hugtök og skilgreiningar þeirra, tákn og hugtök þeim tengd, merkingar orða á mismunandi tungumálum, flokkun plantna og dýra, hluti og heiti þeirra. Jafnan er gert ráð fyrir að atriðin í vinstri dálki séu færri en atriðin í hægri dálki. Atriðin í hægri dálki eru hugsuð sem möguleg svör við þeim sem eru í vinstri dálki, enda skrái nemandi viðeigandi bókstaf framan við orð eða orðasambönd í vinstri dálki. Best er að raða í dálkana eftir stafrófs- eða tímaröð allt eftir því hvert samhengið er.

Dæmi A:

Í dálki 1 eru tilgreind nokkur rannsóknasnið sem fjallað hefur verið um í námskeiðinu. Tengdu saman við fullyrðingarnar í dálki 2 með því að setja viðeigandi bókstaf, aðeins einn, í hverja eyðu í dálki 1.

Dálkur 1
Dálkur 2
 

 

 

 

Einliðasnið (e. single subject design) ____

 

Könnunarsnið (e. exploratory design) ____

 

Margprófun (e. triangulation) ______

 

Tilraunasnið (e. experimental design) ____

 

 

A. Eftirfarandi táknkerfi á við um þetta rannsóknasnið:

Táknkerfi rannsóknarsniðs

B. Eigindlegum gögnum safnað fyrst til að skerpa betur hvað ætti að spyrja um í megindlegri gagnasöfnun sem kemur á eftir

C. Gögnum er safnað með opnu hugarfari. Síðan er reynt að þrengja merkingu þess sem þau segja og draga ályktanir

D. Rannsakandi beitir spurningakönnun og skoðar niðurstöður. Þar næst hefur hann viðtöl við valda einstaklinga til að öðliast dýpri skilning

E. Rannsakandi notar allt samtímis í sömu rannsókn, spurningakönnun fyrir einn hóp, rýnishópaviðtöl fyrir annan og vettvangsathugun hjá þeim þriðja

F. Sniðið á sérstaklega við þegar rannsaka skal áhrif inngrips á börn með frávik í þroska

Dæmi B:

Í dálki A eru fullyrðingar um persónur sem komu við sögu er kristni var tekin upp á Íslandi. Í dálki B eru nöfn persóna sem komu við sögu. Tengdu saman með því að setja rétta bókstafi í svigana:

Dálkur A
Dálkur B
(   ) Sá er lagðist undir feld til að hugsa(   ) Lögsögumaður kristinna

(   ) Kristniboði Noregskonungs

(   ) Var heiðinn lögsögumaður

(   ) Var skírður af Þangbrandi

A. Árni MagnússonB. Hallur á Síðu

C. Hjalti Skeggjason

D. Snorri Sturluson

E. Þangbrandur

F. Þorgeir Ljósvetningagoði

 

Höfundur:

Meyvant Þórólfsson. (2018). Skrifleg próf á vef Kennslumiðstöðvar HÍ.