Panopto er upptökukerfi Háskóla Íslands og það nota kennarar til að taka upp kennslustundir og kennsluefni. Einnig er hægt að nota það við að streyma útsendingar. Forritið er tiltölulega einfalt í notkun og hægt er að skoða upptökurnar í flestum vöfrum og snjalltækjum.

Panopto á að vera uppsett í öllum kennslustofum Háskóla Íslands en að auki geta kennarar sett það upp á sínar eigin tölvur og tekið upp heima.

Ef nota á Panopto þarf að sækja forritið fyrst. Ef það er sótt í gegnum Uglu, þá er byrjað á því að velja námskeið í Uglu og velja síðan flipann Upptökur og þar inni Sækja upptökuforrit. Ef nota á Moodle þarf að bæta við blokk fyrir Panopto.

Hér er að finna leiðbeiningar um það helsta sem snýr að Panopto kerfinu.

Leiðbeiningarhlekkur frá Panopto.Com þar sem hægt er að finna ýmsar leiðbeiningar á ensku.