Padlet er upplýsingatæknitól sem nýta má í kennslu til að auka virkni nemenda, safna saman gögnum og deila með hópi. Kennslumiðstöð hefur nýtt sér tæknina til að senda efni á þátttakendur námskeiða að þeim loknum og til að safna saman efni varðandi ákveðin málefni s.s. sjálfsamt deilda 2. Slóðin leiðir notendur inn á padlet-svæði Kennslumiðstöðvar hvar finna má safn padleta um ýmis kennslutengd efni. Leiðbeiningar um notkun padlet er að finna á padlet.com. Padlet er ókeypis fyrir allt að 13 borð. Ef fólk hefur hug á að nota fleiri þarf að borga ársgjald.

Hugmyndir um notkun í kennslu:

  • Undirbúningur
  • Umræður innan sem utan kennslustofunnar (e. backchannel chat)
  • Samvinna
  • Spurt og svarað
  • Miðla upplýsingum
  • Greinasafn
  • Aðgerðalisti (e. To do list)
  • Glósur

Hér fyrir neðan er tafla þar sem þér gefst færi á að taka þátt í umræðu um hvernig þú sérð fyrir þér eða ert að nýta Padlet í þinni kennslu. Til þess að bæta við töfluna og taka þátt í umræðunni, smelltu á táknmyndina neðst í hægra horninu (hvítur kross á bleikum bakgrunni).

Made with Padlet