Sjálfsmat nemenda

Til að endurgjöf nýtist er mikilvægt að nemendur læri að nýta sér hana til gagns og kennarar geta stuðlað að þess konar læsi nemenda á ýmsan máta.

Við í Kennslumiðstöð vísum gjarnan í rannsóknir þeirra Black og Williams sem sýna að endurgjöf án einkunnar er meiri námshvati en bæði einkunn ein og einkunn með athugasemdum.

Ein leið sem höfundur hefur reynt með góðum árangri er að afhenda nemendum verkefni með athugasemdum en engum einkunnum og gefa þeim kost á að skoða athugasemdir og skila til kennara nokkrum línum þar sem þeir svara tveimur spurningum:

  1. Hver er helsti styrkur þinn í þessu verkefni með hliðsjón af athugasemdum kennara?
  2. Hvaða þrjú atriði eða færniþætti telur þú mikilvægast að styrkja með hliðsjón af athugasemdum?

Nemendur fá svo einkunn þegar að þeir hafa skilað inn svörum sínum.

Aðrar mögulegar leiðir til að virkja nemendur í endurgjöf eða læsi á endurgjöf eru að fá nemendur til að bera eigin verk saman við sýnisdæmi, Meta eigin  verk og verkefni samnemenda út frá settum viðmiðum eða gátlistum.

Að lokum má biðja nemendur um að leggja mat á eigin verkefni áður en þau eru afhent kennara með því að fylla út sjálfsmatslista eins og t.d. þennan: http://www.reading.ac.uk/web/FILES/EngageinFeedback/self_evaluation_sheet.pdf

Heimild:

Black, P.J. og Wiliam, D. (1998). Inside the Black Box: Raising standards
through classroom assessment
. King’s College, London.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *