Námsmat

Misjafnt er hvernig litið er á námsmat og ræður þar helstu um hvaða námssýn er að baki. Ramsden (2003) talar um tvær gerðir námslíkana, annars vegar einfalt námslíkan sem byggir m.a. á yfirborðsnámi, að námsmat sé viðbót við kennslu fremur en hluti hennar, umræðan snúist meira um tæknilega hlið matsins en réttmæti þess, námsmat er gert við nemendur í lok náms, nemendur eru hlutlausirog latir, kennsla og námsmat eru aðskildir hlutir og áherslan er á mat en ekki á endurgjöf. Hins vegar talar Ramsden um flóknari námslíkön sem byggja m.a. á hugmyndum um gæði náms, að námsmat sé fyrst og fremst liður í námi, felist í því að skilja námsferli og hvað nemendur hafa lært, að engar réttar eða rangar aðferðir séu í námsmati, og að nemendur læri af námsmatinu og hver af öðrum.

Boud og Falchikov, höfundar bókarinnar Rethinking assessment in higher education, benda á að hlutverk háskóla sé fyrst og fremst að kenna nemendum að læra til framtíðar þ.e. efla náms- og rannsóknarhæfni þeirra og það er álit höfunda að námsmat eigi – ef það á að ríma við þetta markmið – að vera þannig að nemendur hafi sjálfir tök á að meta eigin frammistöðu þegar þeir standa frammi fyrir framtíðarnámsverkefnum. Þetta er í raun tvö skref upp frá þeim tilgangi sem námsmat hefur nú, sem er að meta hvað nemendur kunna og geta og gefa þeim endurgjöf á nám sitt hér og nú. Hvernig getur námmat haft áhrif á það hvernig nemendur vinna eftir útskrift?

Boud bendir á að meginvandinn við ríkjandi orðræðu um námsmat í háskólum er sú að innan hennar er litið á nemandann sem hlutlausan (passífan), þolanda, þann sem eitthvað er gert  við, hann er veginn og metinn og hann eða hún hefur lítið sem ekkert með það mat að gera. Í mótstöðu við nemandann sem virkan þátttkakanda í námi. Boud segir tilraunir til að veita nemendum endurgjöf meira að segja hafa verið innan þessarar ,,passífu” orðræðu: Endurgjöfin er eins og í vélrænu líkani þ.e. kennarinn hefur ákveðið hvað er viðeigandi og reynir með endurgjöfinni að laga hlutlausa nemendurna. Boud og Falchikov leggja til að skoða námsmatsumræðuna í ljósi ,,informed judgement” þar sem sá sem veitir matið er að endanum nemandinn sjálfur. Eru nemendur við útskrift betur færir um að leggja sjálfir mat á eigin frammistöðu á sínu fagsviði – sem hlýtur að vera undirstaðafagmennskunnar og tengist öðru mikilvægu sem er hlutverk námsmats til að efla og ýta undir ígrundun, sjálfsþekkingu og reflexivity. Þriðja ályktunin snýr að kringumstæðum eða þeim aðstæðum sem námsmatið fer fram í sem er oftar en tengt námskeiðinu og kennslustofunni og beinir athyglinni að yfirfærsluvandanum sem er vel þekkt fyrirbæri innan menntunarfræða og sálfræði. (authentic assment – raunhæft námsmat).

Fjölbreyttar námsmatsaðferðir sem lagðar eru fyrir jafnt og þétt yfir námstímann (NUS) gefa bestan námsárangur í þeim skilningi að nemendur tileinka sér námsefnið best í slíku leiðsagnarmati.

Heimildir

Boud, D. og Falchikov, N. (2007). Rethinking assessment in higher education: Learning for the longer term. Oxon: Routledge.


Ramsden, P. (2003). Learning to teach in higher education (2nd ed.). London and New York: RoutledgeFalmer.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *