Munnleg próf eru ekki ný af nálinni, heldur líklega elsta form námsmats og voru ráðandi a.m.k fram á 18. öldina. Munnleg próf eru af ýmsum toga: Kynningar (presentations) hvort heldur þær eru í kennslustund eða standa sjálfstæðar; ,,yfirheyrslur” (interrogations) þar sem nemandi er spurður út úr um þekkingu sína; og tilfellapróf (applications) s.s. í hjúkrunar- eða læknisfræði þar sem nemendur fara á milli ,,sýndarsjúklinga” og greina þá og eru spurðir út úr. Það má þó segja að kynningar þar sem nemendur lesa upp af blaði séu ekki eiginleg munnleg próf því að þar fást þeir ekki við orðið sjálft og umræðuna sem af henni sprettur og geta þannig brugðist við og rökrætt líkt og gerð er krafa um í munnlegum prófum.

Það eru margar ástæður fyrir því að nota munnleg próf, m.a. vegna þess að þau mæla best sum hæfniviðmið, gefa tækifæri á að fara á dýptina í prófum, eru námstæki, auka á fjölbreytileika námsmats sem um leið höfðar þá til fleiri nemenda og krefjast þess að nemendur noti eigin orð og þekkingu. Munnleg próf eru þó erfiðari fyrir vissan  hóp nemenda, s.s. heyrnarlausra og kvíðna nemendur, og þarf að taka tillit til þeirra. Meira um jákvæðar og neikvæðar hliðar munnlegra prófa hér til hliðar.

Heimildir

Byggt á bæklingi um munnleg próf frá Leeds metropolitan University: Joughin, G. (2010). A short guide to oral assessment.  Leeds metropolitan University: University of Wollongong. Aðgengilegt á neti: https://www.qub.ac.uk/directorates/AcademicStudentAffairs/CentreforEducationalDevelopment/FilestoreDONOTDELETE/Filetoupload,213702,en.pdf