Moodle Innskráning

Þrjár innskráningarleiðir eru fyrir nemendur, ef kennari notar Moodle kennsluvef í námskeiði.

  1. Á forsíðu Uglu er smellt á Moodle táknmyndina undir “Námskeið” .
  2. Á námskeiðsvef í Uglu er smellt á “Skoða Moodle-vef námskeiðsins”.
  3. Skrifa slóðina: https://moodle.hi.is. Notandanafn og lykilorð eru þau sömu og í Uglu.

Nemendur hjá Endurmenntun HÍ og Háskólanum á Hólum skrá sig inn með því notandanafni og lykilorði sem þeir fá úthlutað.

Þegar nemandi hefur skráð sig inn birtast öll námskeið sem hafa Moodle kennsluvefi bæði í miðjublokkinni “Námskeiðin mín”  og í blokkinni “Stikla” (efst vinstra megin).

Í eftirfarandi PDF skjali er að finna upplýsingar um hvernig nemendur taka próf í Moodle. Próf tekið í Moodle.