UGLA

Ugla er innra net opinberu háskólanna. Hún er er mikilvægur upplýsingavettvangur og öflugt verkfæri starfsfólks, nemenda og kennara háskólanna. Þar er safnað saman kerfum og tólum sem notendur háskólanna nýta sér við nám, kennslu og stjórnsýslu. Uglan er aðgangsstýrð og þannig er hver og einn notandi með sína eigin Uglu og hafa þeir aðgang að mismunandi síðum Uglunnar eftir því hvaða starfi þeir gegna.

Uglan var fyrst tekin í notkun árið  2001 af Háskóla Íslands. Sumarið 2012 voru skólarnir orðnir fjórir sem nota Uglu sem sitt innra net. Það eru auk Háskóla Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Hólum og Landbúnarháskóli Íslands.

Uglan er hönnuð og viðhaldið af hugbúnaðarþróun Reiknistofnunar Háskóla Íslands.

Moodle

Moodle (Modular Object-Oriented Dynamic Learning Environment)
Moodle er námsumsjónarkerfi sem kennarar Háskóla Íslands hafa aðgang að og geta notað annað hvort í stað kennsluvefs Uglu eða sem viðbót við hann.

Hvers vegna Moodle?
Í Moodle getur kennari valið hvort hann skipuleggur kennsluvef eftir vikum eða efnisþáttum. Kerfið býður upp á mikinn fjölda hagnýttra kennsluverkfæra s.s. öflugt einkunnabókhald, hugbúnað til prófagerðar og verkefnaskila, umræðuþræði, rauntímaspjall, orðalista, gagnagrunna o.m.fl. Mögulegt er að skilyrða tímasetningar prófa og verkefna nákvæmlega og birta eða fela efni eftir þörfum. Auk þeirra kennsluverkfæra sem fylgja með staðalútgáfu Moodle er fjöldi verkfæra til viðbótar sem hægt er að bæta við kennsluvef.

Um Moodle
Moodle var smíðað af áhugafólki um notkun upplýsingatækni í námi og kennslu. Öflugt alþjóðlegt samfélag notenda tekur þátt í þróun kerfisins og notkunarmöguleikar þess aukast frá ári til árs. Þegar þetta er ritað eru notendur Moodle yfir 93 milljónir í 232 löndum (http://moodle.net/stats) og kerfið hefur verið þýtt á 78 tungumál. Kerfið er svokallað „open source“ (http://opensource.org/docs/osd) hugbúnaðarkerfi og er því opið notendum þeim að kostnaðarlausu.

Hugmyndafræðin á bak við hönnun Moodle byggir á félagslegri hugsmíðahyggju (Social-Constructivism) og er kerfinu sérstaklega ætlað að styðja við kennslufræði hugsmíðahyggjunnar.