Mentorakerfi hefur verið í gangi við Háskóla Íslands í nokkur ár. Nýir kennarar geta fengið úthlutað sér til halds og trausts, reyndari kennara sem eiga að aðstoða yfir eitt misseri eða tvö. Kerfið er í gangi á hverju sviði háskólans og halda mannauðsstjórar hvers sviðs utan um það. Hafa þarf samband við þá ef nýr kennari hefur hug á að fá mentor sér til aðstoðar.