Matskvarði fyrir einkunnir

Matskvarðinn er fenginn úr Hugmyndabanka fyrir mat á skólastarfi og námsmat og var notaður í Kennaraháskóla Íslands.

Einkunn Skriflegar úrlausnir (ritgerðir, skýrslur)
9,0–10,00 Verkefnið vel leyst að öllu leyti. Úrlausnir einkennast af frjórri og skapandi hugsun og innsæi. Efnistök og heimildanotkun mjög góð. Markviss greining og sjálfstæð úrvinnsla. Ítrasta vandvirkni. Framúrskarandi tök.
8,0–8,5 Gott verkefni – flestum þáttum gerð ágæt skil. Vel uppbyggt verk. Verkefnið einkennist af gagnrýninni hugsun. Heimildir eru vel nýttar svo og eigin reynsla. Vel unnið verk sem sýnir rökræna túlkun og nokkurt innsæi.
7,0–7,5 Verkefnið er fyrst og fremst lýsandi en ekki greinandi. Nemandinn leggur lítið af mörkum frá eigin brjósti. Flestum efnisatriðum eru gerð fullnægjandi skil. Notkun heimilda og uppbygging í lagi.
6,0–6,5 Viðunandi verk, en nokkrir þættir gallaðir. Sem dæmi má nefna hnökra í uppbyggingu, samhengi er áfátt, frágangi ábótavant eða galla í heimildanotkun. Sjálfstæð úrvinnsla í lágmarki.
5,0–5,5 Gallað verk en einhverjum þáttum gerð sæmileg skil.
4,0–4,5 Skil í flestum atriðum ófullnægjandi.