Zoom

Logo fyrir Zoom

ZOOM er fjarfundaforrit sem hentar vel til að setja upp kennslustofu á netinu. Þátttakendur þurfa að vera með vefmyndavél og hljóðnema sem þeir tengja við tölvuna eða nota APP í snjalltækjum. Forritið býður upp á að deila skjá eða opnum forritum til þátttakenda, skipta hópnum niður í minni hópa sem auðveldar hópaskiptar umræður og fleira.

Hægt er að nota Zoom í ókeypis aðgangi fyrir 40 mínútna fjarfundi. Ef kennarar í Háskóla Íslands vilja nota Zoom viðbót við Canvas, að virkja Zoom tengil í valmynd námskeiða og búa til fundina þaðan, þá þurfa þeir að vera með Zoom leyfi (e. education licence) frá Háskóla Íslands. Ef kennarar eru ekki með slíkt leyfi þá þurfa þeir að senda beiðni um slíkt leyfi til Þjónustugáttar Upplýsingatæknisviðs, senda tölvupóst á help@hi.is eða hringja í 525 5550. Nauðsynlegt er að leyfið sé tengt við sama HÍ-netfangið og kennarar eru með í Uglu og Canvas.


Upplýsingar um stuðning, leiðbeiningar um hvernig stofnaður er aðgangur, stillingar í Zoom og fleira eru á vefslóðinni https://kennslumidstod.hi.is/fraedsluefni/fjarfundir-og-netspjall/zoom/ og http://uts.hi.is/node/1414

Varðandi öryggismál á Zoom þá eru fínar ráðleggingar um stillingar í bloggi á vef Wordfence eftir Kathy Zant. Bloggið ber titilinn Safety and security while Video Conferencing with Zoom.


Ef þú ert með spurningu sem snýr að Zoom tæknilega eða þig vantar tæknilega aðstoð skaltu nýta þér Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs, senda tölvupóst á help@hi.is eða hringja í 525 5550.

Ef þig vantar að ræða um eða fá ráðleggingar um hvernig þú notar Zoom í kennslu skaltu senda fyrirspurn í tölvupósti á kennslumidstod@hi.is.