Ugla

Leiðbeiningar fyrir Uglu eru á innri vef Uglunnar - https://ugla.hi.is/cms/milli.php?sid=1919


Leiðbeiningar um hvernig umsjónarkennarar geta bætt við kennurum eða aðstoðarkennurum inn á námskeið hjá sér í Uglunni. Þegar búið er að setja kennara inn í gegnum Ugluna þá flytjast þeir sjálfkrafa á námskeiðið í Canvas.

https://kennslumidstod.hi.is/kerfi/ugla/baeta-vid-kennara-i-namskeid/

Upplýsingatæknisvið þjónustar og leiðbeinir kennurum varðandi Uglu. Fyrirspurnir og ábendingar um eitthvað í Uglu eða beiðni um aðstoð skal senda í gegnum  Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs , í netfangið help@hi.is og í síma 525 4222.

Myndband með kynningu á Uglu fyrir nýja notendur

Ugla Háskóla Íslands í hlaupabol

Um Uglu

Ugla er innri vefur Háskóla Íslands, Háskólans á Akureyri, Háskólans á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands.

Fastráðið starfsfólk Háskóla Íslands og nemendur fá aðgang að uglu í gegnum hi-netfangið sitt. Haldið er utan um námsferla nemenda og aðrar upplýsingar í Uglu. Uglan veitir einnig aðgang að Canvas námskeiðsvefum námskeiða.

Uglan var einu sinni með kennsluhluta sem ekki er notaður lengur. Canvas hefur tekið við því hlutverki. Til að komast inn á námskeið í Canvas skrá notendur sig inn í Uglu og smella á nafn námskeiðsins sem opnast þá í Canvas, ef að kennari hefur opnað fyrir birtingu á því.

Uglan er tákn fyrir visku og þekkingu og tengist grískri goðafræði en Aþena er með uglu á öxlinni, í merki Háskóla Íslands. Uglan hjálpaði Aþenu að sjá það sem Aþena sá ekki sem þýddi að þannig gat hún verið viss um að vita allan sannleika.

Hugbúnaðardeild Upplýsingatæknisviðs Háskóla Íslands hannaði Uglu og sér um þróun hennar og viðhald.