Turnitin

Feedback Studio er ritskimunarforrit frá Turnitin. Kennarar Háskóla Íslands hafa aðgang að því í gegnum námsumsjónarkerfi Canvas, á vefsvæði Turnitin.com og appi í snjalltækjum iOS.

Nemendur fá aðgang að forritinu í gegnum námskeiðin sem þeir eru á og það eru kennarar sem búa til verkefnaskilahólf í Canvas þar sem Turnitin viðbót við Canvas er virkjuð.

Með forritinu er auðvelt að bera texta saman við áður útgefna texta, vefsíður og nemendaritgerðir. Veita endurgjöf og meta verkefni. Kennarar geta notað matskvarða, skrifað athugasemdir og gefið bæði munnlega og skriflega umsögn. Forritið býður einnig upp á að nemendur geti metið verkefni hvers annars.


Upplýsingar og tenglar á leiðbeiningar eru á vefsíðunni https://turnitin.hi.is.

Fyrirspurnir og ábendingar eða beiðni um aðstoð vegna Turnitin þarf að senda í tölvupósti til turnitin@hi.is.