Teams

Logo fyrir Teams forritið

Microsoft Teams er hópvinnukerfi og er meðal annars notað sem fjarfundakerfi.

Í Teams er hægt að búa til samvinnuhópa, spjalla saman með skrifuðum texta (chat), deila skjölum (files) og halda fundi þar sem þátttakendur geta bæði verið í mynd og talað. Þar er hægt að eiga myndsamtöl við marga í einu, bæði við tilbúna hópa og utanaðkomandi aðila.

Leiðbeiningar um Teams frá Upplýsingatæknisviði - http://uts.hi.is/teams

Calls er símakerfi innan forritsins Microsoft Teams sem býður upp á að taka við símtölum frá síma yfir í tölvu. Forritið er einnig gott fyrir fjarfundi og umræður í rauntíma yfir Internetið.

Til að nota Calls þarf að vera með virkan Microsoft Office reikning og app frá Microsoft Teams uppsett í annaðhvort tölvu eða snjallsíma, Hægt er að ná í forritið á vefslóðinni: https://teams.microsoft.com/downloads.


Fjarfundir með Microsoft Teams inni í Canvas

Leiðbeiningar um fjarfundi með Microsoft Teams í Canvas. Fjarfundur í Teams er settur upp í ritlinum í Canvas. Teams fjarfund er m.a. hægt að setja upp á síðu, í tilkynningu og beint í dagatal námskeiðs. Til að setja upp fjarfund er notaður v-hnappurinn í ritlinum og valið Microsoft Teams Meetings. Nemendur sem eru meðlimir í hóp geta einnig sett upp fjarfund á heimasvæði hóps.- https://haskoliislands.instructure.com/courses/114/pages/fjarfundur-i-canvas-med-teams?module_item_id=26918