Inspera

Logo prófakerfisins Inspera

Prófakerfið Inspera býður upp á margskonar tól sem henta fyrir lokapróf námskeiða og önnur próf eins og heimapróf og munnleg próf. Inspera er einnig kjörtið til að halda utan um verkefnaskil (e. upload document) sem þýðir að kennari sér í sjónhendingu hvernig skil standa.


Á innri vef Uglu eru leiðbeiningar fyrir Inspera. Þar sem þessi síða er á innri vef þarftu að vera innskráð(ur) til að komast á þessar síður. Upptökur með fræðsluefni eru einnig aðgengilegar á YouTube-rás Prófaskrifstofu.


Prófaskrifstofa Háskóla Íslands sér um að þjónusta og kenna á forritið. Sendið fyrirspurnir og beiðnir varðandi fræðslu og aðstoð í gegnum Þjónustugátt Upplýsingatæknisviðs eða sendið netpóst til á profstjori@hi.is - sé aðstoðar þörf við framkvæmd prófa. Upplýsingar um frekari upplýsingar og aðstoð er á Uglu.